fimmtudagur, janúar 05, 2006

My money - Not for Nestlé

Nestlé er auðvitað löngu komið á boycott listann fyrir siðlausa markaðssetningu. Mamma mín átti sér einskis ills von þegar hún opnaði Mackintosh dolluna sem hún keypti fyrir jólin og sá þar nammi sem var kyrfilega merkt "Not for girls" og með bannmerki yfir mynd af konu. Hversu hallærislegt er að setja svoleiðis súkkulaði með Mackintosh namminu? Þetta súkkulaði er ekki partur af Mackintosh fjölskyldunni...

Vonandi fer Nestlé núna á boycott listann á fleiri heimilum en mínu. En ég fékk allavega allt súkkulaðið og get notað í fyrirlestrum, enda hef ég verið dugleg að taka "Not for girls" herferðina fyrir í kennslutímum. Minnkaði samt sýnidæmin um eitt og prófaði að smakka og það var rétt sem mér hafði verið sagt - það er hryllilega vont á bragðið! Veit því fyrir víst að þetta verður eina súkkulaðið sem verður mögulegt að eiga á mínu heimili án þess að hætta sé á að það verði étið...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Minnkaði samt sýnidæmin um eitt og prófaði að smakka og það var rétt sem mér hafði verið sagt - það er hryllilega vont á bragðið!"

Þú getur allavega ekki sagt að Nestlé hafi ekki varað þig við.

Nafnlaus sagði...

Jamm en samt skrýtið að fara í heila markaðsherferð til að búa til karlrembusúkkulaði - hafa bitanna stærri, bannmerkja konum og auglýsa á karlrembulegan hátt - en klikka svo á bragðinu... bragðið er dísætt, allt of væmið og með beisku eftirbragði. Alls ekki karlrembulegt, karlmannlegt, macho eða neitt. Reyndar eitt sem súkkulaðið á sameiginlegt með karlrembunni - bæði er vont!

Nafnlaus sagði...

Þetta er samt mjög algengt. Egils fór í kvenrembu herferð í bjórauglýsingunum sínum. Mér finnst það bara í lagi mín vegna. Ósköp saklaust í mínum augum að auglýsa hitt og þetta fyrir annaðhvort kynið. En að auglýsa bjór er náttúrulega slæmt.

Samt gaman að þú skulir geta greint hvort súkkulaði sé karlrembulegt, karlmannlegt á bragðið eða ekki.

Nafnlaus sagði...

Hef alltaf haldið því fram að ég sé hæfileikarík með eindæmum! ;) Og svo er ég auðvitað súkkulaðifíkill.

En ég sé stóran mun á því að markaðssetja eitthvað til karla eða kvenna sem markhópa eða fara í svona hostile herferðir með bannmerkinu. Bannmerkið og útilokun ákveðinna hópa á sér langa sögu - og ekki myndi leyfast að setja á súkkulaði bannmerki yfir svertingja, gyðing, homma... En það má með konur - sem sýnir hvað samfélagið er umburðarlynt fyrir kynjamisrétti.

Nafnlaus sagði...

"svona hostile herferðir með bannmerkinu."

Róóóleg! Hostile herferð er kannski orðum ofaukið.

Nafnlaus sagði...

Hostile er ekki orðum ofaukið - hefurðu skoðað auglýsingarnar? Auk þess er bannmerkið hostile bara eitt og sér.