þriðjudagur, janúar 24, 2006

Strákar borða skyr og Nóatún á bannlista

Þau undur og stórmerki hafa gerst að nú er strákur í skyrauglýsingu frá MS. Þetta verður að kallast framför :)

Nóatún og 11/11 eru komin á svarta listann. Eftir rúmlega árs baráttu við að fá klám og kvenfyrirlitningu fjarlægt af kassanum ákváðum við að versla frekar hjá samkeppnisaðilanum sem er ekki með klám á kassanum. Sendum verslunarstjórnanum, rekstrarstjóra og forstjóra Kaupáss t-póst með útskýringum á því hvers vegna við værum hætt að versla við þá ásamt upplýsingum um hvað við versluðum mikið hjá þeim síðustu 6 mánuðu. Ekkert svar komið frá þeim enn - en mér er svo sem sama. Nenni ekki endalaust að berja hausnum við steininn og þeirra afstaða er löngu orðin ljós. Er líka alveg viss um að við stöndumst boycottið og stelumst ekki til að laumast í hverfisbúðina við hentugleika. Erum búin að prófa þetta í 2 vikur og það hefur gengið mjög vel að versla annars staðar...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar versliði þá? Hvar er gott að versla til að komast hjá þessu?

Nafnlaus sagði...

Höfum verslað í Maður lifandi og Hagkaup. Hagkaup reyndar selur blaðið, bara ekki á kassa. Ég held líka að það geti verið að Bónus selji ekki blaðið. Við ætlum að tékka á því og ef svo er versla þar :)