föstudagur, júní 23, 2006

Ekkert lambakjöt á diskinn minn...

Var að enda við að senda þennan póst á Kjarnafæði. Ætli þeir svari?

Góðan dag.

Mig langar til að þakka ykkur fyrir auglýsinguna sem birtist í Blaðinu þann 16. júní síðastliðinn. Það er alltaf ánægjulegt þegar fyrirtæki sýna sitt rétta andlit og gildismat í auglýsingum. Það verður einhvern veginn svo miklu auðveldara fyrir okkur neytendur að velja vörur við hæfi þegar slíkar upplýsingar eru tiltækar. Í framhaldi af því langar mig einnig til að segja að gildismat Kjarnafæðis er mér alls ekki að skapi og gjörólíkt mínu eigin. Ég lít á konur sem manneskjur en ekki markaðsvörur - og þaðan af síður sem lambakjöt, eins og Kjarnafæði augljóslega gerir. Einnig finnst mér ógeðfellt þegar vísanir í Lolítur eða barnaklám eru viðhafðar í auglýsingum, svo sem með því að nota sleikjóa í kynferðislegum tilgangi.
Af þessum ástæðum hef ég ákveðið að versla ekki neinar vörur sem merktar eru Kjarnafæði í framtíðinni.

Kveðja
Katrín Anna

Ps. Tek fram að ég er talskona Femínistafélagsins þó að þessi póstur sé í mínu eigin nafni en ekki fyrir hönd félagsins.

3 ummæli:

Eyja sagði...

Ég var loksins núna að sjá þessa Kjarnafæðisauglýsingu (sú sem ég sá var í Vikunni, veit ekki hvort hún er nákvæmlega eins og hin): http://eyjamargret.blogspot.com/2006/06/ar-kom-skringin.html

Eyja sagði...

P.S. Hefurðu fengið eitthvert svar frá Kjarnafæði?

katrín anna sagði...

Var bara að sjá þetta núna... Já það eru komin svör. Niðurstaðan sú að þeir ætla að breyta auglýsingunum :) Hlakka til að sjá þessar nýju!