þriðjudagur, júní 13, 2006

Karlaveldi Íslands

Var að senda þetta innan á femínistapóstlistann - í tilefni umræðu um skref "áfram" í jafnréttisátt:

Konur voru 4 í ríkisstjórn fyrir nýjustu breytingar þannig að þar er engin framför - nema þessu sé skipt upp á milli flokka, þá fækkar kvenráðherrum Sjálfstæðisflokks um einn en Framsókn bætir einum kvenráðherra við á móti. Í borgarstjórn verður kona forseti borgarstjórnar en á móti kemur að karl verður borgarstjóri í stað konu. Var að hlusta á fréttir nú rétt í þessu. Af 8 nefndum fá Framsókn formennsku í 2 nefndum og konur fá formennsku í 2 nefndum líka. Konur eru 3 í meirihluta borgarstjórnar, Framsókn er með 1 fulltrúa í borgarstjórn. Jöfn bítti? Karlarnir 2 í forsvari lýstu yfir ánægju með þennan hlut kvenna (nema hvað...) og sögðu að enn ætti eftir að skipa í fullt af nefndum. Hlutfall kvenna í sumum nefndum er einnig afburða lélegt. Sjá nánar frétt á mbl.is


Í stjórnir Orkuveitunnar og Faxaflóahafnar voru bara kosnir karlar.

***************

Á morgun verður afbragðspistill í Viðskiptablaðinu um frækilegar ráðningar Háskóla Íslands þar sem kyn ræður för. Á morgun verð ég líka í Ísland í bítið að ræða um klámvæðinguna en danskir unglingar eru helteknir af klámi - nema hvað í vöggu klámvæðingarinnar! Verð líka á RUV rétt fyrir hálf-tvö að ræða um vændi og mansal á HM. Sem sagt busy fjölmiðladagur á morgun. Get svoleiðis svarið að ég hef bloggað áður um hversu skrýtið það er stundum þegar allt lendir á sama deginum - og ekki einu sinni um sama málefnið.

****************

En aðeins um Háskóla Íslands málið - ég skil ekki að konan skuli leyfa sér að fara í fjölmiðla og tala um að kennsla á grunnámskeiðum vegi meira en rannsóknarreynsla og kennsla á framhaldsstigi. Jú, gæti skilið þetta hæfnismat ef verið væri að ráða stundakennara - en ekki dósent í karladeild í karlafagi þar sem sárlega vantar konur. Síðasta hálmstráið notað til að viðhalda karlaklúbbnum - það er svo gaman að vera einkynjaður klúbbur...

****************

Á eftir að blogga um ráðstefnuna á Bifröst, London og örugglega eitthvað fleira.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hættið að væla

katrín anna sagði...

Getur verið alveg rólegur. Það eru engin tár... Vantar þig tissjú? :-þ

Silja Bára sagði...

stóðst þig vel í fjölmiðlunum í dag!