laugardagur, júní 24, 2006

Maður vikunnar

Ég hef móttekið fjölmargar kvartanir yfir einokun á fjölmiðlaplássi undanfarið. Ráðlegg öllum að hringja í blöðin og kvarta ;) Var samt að vona að Fréttablaðið myndi hafa konu vikunnar en verð víst að sætta mig við að vera maður... í þetta skiptið! Allt næstum satt og rétt sem þarna kemur fram - ég er náttla ógisslega klár og skemmtileg og sanngjörn og réttlát og flink... líka góð að baka og elda. Veit samt ekki alveg hvort ég standi undir titlinum að vera mikil húsmóðir í mér bara fyrir að geta búið til eitthvað gott í gogginn. Ætli ég reyni ekki að bæta upp restina í dag með því að vera hrikalega dugleg að þvo og þrífa! Hef líka pínku áhyggjur af því að nú verði mér boðið í fullt af útilegum - ég sem fer helst alls ekki inn í tjald - nema í mikilli neyð og það hefur ekki gerst í meira en 10 ár. Svo er afar ósanngjarnt að segja að ég sé stundum dálítið þrjósk. Hið rétta er að ég er oft ansi mikið þrjósk....

En það er nú pínku gaman að vera maður vikunnar :)

1 ummæli:

Silja Bára sagði...

þú ert náttúrulega fullkomin ofurstjarna! Til hamingju með þetta, átt það svo sannarlega skilið eftir þessa viku. Verð greinilega að ná mér í Fréttablaðið, það er sjaldnast borið heim til mín hér í óbyggðunum.