mánudagur, júní 26, 2006

Sammála

Bls 18 í Fréttablaðinu í dag:

Femínistar standa fyrir öflugustu hugmyndafræðilegu umræðunni á Íslandi um þessar mundir.... Einn áhugaverðasti þátturinn á NFS þessar vikurnar er þátturinn Óþekkt. Þáttastjórnendurnir, Kristín Tómasdóttir og Alfífa Ketilsdóttir, horfa á samfélagið gagnrýnum femínískum augum. Hressandi umræða á laugardagsmorgnum...


Er nokkuð hægt að vera of sammála????

6 ummæli:

Silja Bára sagði...

frábært - og mikið assgoti voru þær góðar á laugardaginn síðasta!

katrín anna sagði...

Sá ekki þáttinn á laugardaginn - hann er ekki ennþá kominn á netið. Arggggg! En þær eru auðvitað bestastar :)

Nafnlaus sagði...

Ég verð að segja að mér þykir þessi þáttur alls ekki skemmtilegur. Mér finnst þetta bara sett upp á óaðgengilegan hátt allt saman. Einhvernveginn finnst mér svona þættir sem reyna að vera eins mikið "arty" og svona menntasnobb eitthvað hrútleiðinlegt. Mér finnst samt ágætt þetta spjall í settinu þar sem rætt er um jafnréttismál. En þetta er bara skoðun eins manns.

Mér finnst einhvernveginn svo margt mistakast í þessum þætti og vera svona vandræðalegt þegar maður horfir. Eitt sem var t.d mjög pínlegt var að þau enduðu þáttinn 10 jún með því að taka viðtal við konu sem er allt í lagi. En það hafði greinilega verið búið að gera þarna borðskreytingu. Borðskreytingin var einn banani og tvö kíví í skál raðað upp sem kynfæri karlmanna (nú er ég að gera mig að auðveldu skotmarki. En það var bara svo augljóst þó þær munu kannski ekki viðurkenna það að þetta var hugsunin). Myndavélin myndaði borðskreytinguna í þaula á meðan viðtalið fór fram og greinilegt að þarna var eitthvað sem áhorfandinn átti að taka eftir.

Nú lýkur þættinum með mynd af borðskreytingunni. Fyrsta umræðuefni í næsta þætti var klámvæðingin og hversu ljótt væri að hún væri nú allstaðar í fjölmiðlum og svo framvegis. Þetta verður bara svo vandræðalegt að maður yðar allur af kjánahrolli.

Ekki minnkaði kjánahrollurinn þegar maður horfði á þær stöllur húka fyrir utan Goldfinger í kuldanum. Þegar ég sá í hvað stefndi vissi ég að nú myndi hrollurinn koma aftur. Þetta átti að vera svo bulletproof hjá þeim. Grípa karlmann á leið inn á staðinn með myndavél og míkrafón og kynna sig sem annann stærsta fjölmiðil landsins. Það er engin leið að klúðra því. Hver vill láta mynda sig af svo stórum fjölmiðli fara inn á súlustað???

En þeim tókst samt að klúðra þessu og ég fann kjánahrollinn mér til mikillar undrunar vera fyrir hönd þeirra sjálfra. Það má orða það þannig að Geiri hafi unnið þessa lotu. Mér fannst Geiri getað borið höfuðið hátt eftir þessa uppákomu þó ekki verði sagt það sama um þær vinkonur.

Ég náttúrulega er svolítið að brjóta af mér með að horfa á þennann þátt þar sem mottóið er "Þáttur um konur fyrir konur" eða eitthvað svoleiðis. Þetta er feminiskur þáttur og finnst mér það slæmt að á sama tíma og þið kvartið sáran yfir slakri þáttöku karlmanna í feminiskum málefnum auglýsið þið feminismann sem kvenlægt fyrirbæri. Allavega sé ég ekki hvað í þessum þætti er ekki fyrir karla???

Nú hef ég mikinn áhuga á að fylgjast með öllu feminisku. En ég veit samt ekki hvað ég meika þennan þátt lengi. Kannski finnst mér hann svona hrútleiðinlegur en ykkur hann skemmtilegur af því að þið eruð konur en ég karl?

katrín anna sagði...

Held það sé alveg rétt hjá þér að það er ekkert í þessum þætti sem er ekki fyrir karla - og get meira að segja verið sammála þér með auglýsingatextann, að þar ætti ekki að standa "fyrir konur" eingöngu.

Missti af borðskreytingunni - tékka á henni við tækifæri - og er svo auðvitað ósammála matinu á þættinum. Mér finnst hann æði enda hörkufemínistar þarna á ferð. Fannst einmitt svo gott við Goldfinger heimsóknina að hlífa ekki kúnnanum og eins að vera ekki að klippa þetta allt til í þeim tilgangi að þetta væri voða smooth... heldur sýna bara hvernig þetta var. Þær eru báðar í sinni frumraun í sjónvarpsþáttagerð og standa sig bara drulluvel :)

Nafnlaus sagði...

Nú er ég svona ekki alveg skilja. Þetta með karla sem sækja nektardansstaði var mikið rætt á feministaspjallinu hér forðum. Þar var rætt um að þeir menn sem sækja þessa staði séu ekki bara að eyðileggja orðspor sitt heldur eiginkonunar og fjölskyldunar. Þið töluðuð um þá skömm sem konan upplifir við að maður hennar hafi verið að sækja svona staði. En svo finnst ykkur það líka frábært að gera skömm karlsins og þar með eiginkonunar og fjölskyldunar líka opinbera í fjölmiðlum. Ég skil ekki alveg hvernig þetta gengur upp hjá ykkur?

En ef þér finnst það frábært að sýna kúnnann í sjónvarpi þá skil ég ekki af hverju þú ert ánægð með þetta innslag þeirra. Það var nefninlega það sem mistókst!!!

Fyrst réðust þær að tveimur mönnum sem voru að vinna í nágreninu og hunsu þær alveg og þar með sú árás misheppnuð. Svo réðust þær að einhverjum útlending sem var að fara spila eða horfa á leik og þar með sú árás misheppnuð. Eini kúnninn sem þær náðu mynd af var strákur sem hafði einusinni farið þarna inn fyrir löngu og var bara nokkuð ánægður með sjálfan sig. Þetta trikk að ná mynd af kúnnanum honum að óvörum mistókst algjörlega. Svo náðu þær Geira í viðtal og þær áttu engin svör við því sem hann sagði. Þess vegna fannst mér þetta svo pínlegt fyrir þær.

En mín skoðun á svona uppátækjum er sú að mér finnst þetta ekki sniðugt. Þið segist hafa vitneskju um fjölda skilnaða sem hafa orðið við svona uppátæki. Þó svo að einstaklingurinn sjálfur sé alltaf ábyrgur og eigi sökina eru þið að gera þetta svo miklu erfiðara fyrir alla. Þið eruð ekki aðeins að upplýsa eiginkonuna um þetta heldur alla þjóðina og það er mun erfiðara fyrir konuna að leggja það á hana að nú viti öll þjóðin hvað þessi maður var að gera. Nú vita börnin hans og vinir þeirra hvað faðir þeirra gerði og þurfa því að bera skömmina einnig. Frábært?

Hvernig fyndist ykkur það ef þið mynduð nú ráðast að einum manninum sem væri giftur nýstiginn út af staðnum þar sem hann þurfti að hringja eitt símtal? Eða manni með spilafíkn sem hefði farið þangað inn bara rétt til að henda einum þúsundkalli í kassann? Eða manni sem þurfti nauðsynlega að skipta fimmþúsundkalli? Eru þið tilbúin að stimpla alla sem fara þarna inn? Þetta er risastór stimpill í augum margra kvenna eru þið tilbúin að taka áhættuna?

Nafnlaus sagði...

Nú er ég svona ekki alveg skilja. Þetta með karla sem sækja nektardansstaði var mikið rætt á feministaspjallinu hér forðum. Þar var rætt um að þeir menn sem sækja þessa staði séu ekki bara að eyðileggja orðspor sitt heldur eiginkonunar og fjölskyldunar. Þið töluðuð um þá skömm sem konan upplifir við að maður hennar hafi verið að sækja svona staði. En svo finnst ykkur það líka frábært að gera skömm karlsins og þar með eiginkonunar og fjölskyldunar líka opinbera í fjölmiðlum. Ég skil ekki alveg hvernig þetta gengur upp hjá ykkur?

En ef þér finnst það frábært að sýna kúnnann í sjónvarpi þá skil ég ekki af hverju þú ert ánægð með þetta innslag þeirra. Það var nefninlega það sem mistókst!!!

Fyrst réðust þær að tveimur mönnum sem voru að vinna í nágreninu og hunsu þær alveg og þar með sú árás misheppnuð. Svo réðust þær að einhverjum útlending sem var að fara spila eða horfa á leik og þar með sú árás misheppnuð. Eini kúnninn sem þær náðu mynd af var strákur sem hafði einusinni farið þarna inn fyrir löngu og var bara nokkuð ánægður með sjálfan sig. Þetta trikk að ná mynd af kúnnanum honum að óvörum mistókst algjörlega. Svo náðu þær Geira í viðtal og þær áttu engin svör við því sem hann sagði. Þess vegna fannst mér þetta svo pínlegt fyrir þær.

En mín skoðun á svona uppátækjum er sú að mér finnst þetta ekki sniðugt. Þið segist hafa vitneskju um fjölda skilnaða sem hafa orðið við svona uppátæki. Þó svo að einstaklingurinn sjálfur sé alltaf ábyrgur og eigi sökina eru þið að gera þetta svo miklu erfiðara fyrir alla. Þið eruð ekki aðeins að upplýsa eiginkonuna um þetta heldur alla þjóðina og það er mun erfiðara fyrir konuna að leggja það á hana að nú viti öll þjóðin hvað þessi maður var að gera. Nú vita börnin hans og vinir þeirra hvað faðir þeirra gerði og þurfa því að bera skömmina einnig. Frábært?

Hvernig fyndist ykkur það ef þið mynduð nú ráðast að einum manninum sem væri giftur nýstiginn út af staðnum þar sem hann þurfti að hringja eitt símtal? Eða manni með spilafíkn sem hefði farið þangað inn bara rétt til að henda einum þúsundkalli í kassann? Eða manni sem þurfti nauðsynlega að skipta fimmþúsundkalli? Eru þið tilbúin að stimpla alla sem fara þarna inn? Þetta er risastór stimpill í augum margra kvenna eru þið tilbúin að taka áhættuna?