mánudagur, júlí 31, 2006

1 - 0 fyrir RUV

Af hverju er fólk hissa á ofbeldi í miðborginni? Karlmennskuímyndin er hlaðin ofbeldisdýrkun út í gegn. Sjá meðfylgjandi mynd úr leikfangabæklingi og svo eru það auðvitað blessuðu tölvuleikirnir...

En að öðru. Það verður fróðlegt að sjá hvað löggan gerir við Geira á Goldfinger og co eftir næturævintýrið þeirra. Ég hef þvílíka ofurtrú á yfirvaldinu að ég giska á að ekkert verði að gert frekar en venjulega. Fréttaflutningur NFS af málinu var hlægilegur í besta falli. Svo sem ekkert að efnisinnihaldinu en myndbirtingin sem fylgdi með - hvað hafði hún með fréttina að gera? Nákvæmlega ekkert. Virkaði eins og ein stór auglýsing fyrir súlustaðina. Kredibilitíið beið hnekki... en það er svo sem ekki mikið þegar kemur að fréttum sem tengjast súlustöðum á einhvern hátt. Sé alltaf fyrir mér einhverja miðaldra karla sem pissa næstum á sig af spenningi yfir að sjá hálfbera kona sveifla sér á súlu. Og hvar eru myndirnar af kúnnunum? RUV bjargaði þó kvöldinu með fínni frétt um málið - og myndbirtingu sem hæfði fréttinni. 1 - 0 fyrir þeim!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála um kjánalegan fréttaflutning NFS...

Nafnlaus sagði...

Ég skal alveg vera sammála þér að fréttaflutningur Rúv var miklu betri. Þó svo ég sé ekki á móti súlustöðunum þá finnst mér alrangt að vera sýna það sem fram fer þar í fréttum. Ég skil samt ekkert hvað þú villt gera með kúnnana inn í þessari frétt. Þeir voru hlutlaus aðili í þessari frétt rétt eins og súludansinn. Nema þú sést að meina að fimmmenningarnir hafi verið kúnnar.

Þú ert með einhverja staðalýmindir af kúnnanum sé ég. Þessi staðalýmind er samt ekki sú sem ég kannast við frá þessum stöðum. En mér finnst samt kúnnahópurinn mjög staðlaður. Mín reynsla er sú að inná þessum stöðum séu svona 5-20 manns í það mesta.

Þú hefur unga fólkið. Það fer inná staðinn mjög spennt og hugsar þetta sem svona smá flipp. Þeir setjast niður og eru iðandi í sætunum af spenningi. Þetta fólk er komið til að horfa en er ekki tilbúið til að eyða miklum peningum. Einn og einn kaupa einkadans og fá bömmer yfir því að hafa eytt peningi í dans sem var langt frá því að vera neitt sérstakt. Þetta fólk missir áhugann mjög fljótt og fer að leiðast eftir 15-20 mínútur og fer. Það upplifir eitthvað kikk að fara inná staðinn. Þetta er svo forboðið en þegar inn er komið er kikkið búið. Þetta lið er kannski helmingur af staðnum en róterast mjög mikið því það er í raun og veru er ekkert spennandi sem fer fram á þessum stöðum.

Annar hópur er fólk sem fer þangað inn og sér þessa staði sem koníakstofu. Þar sem þeir koma inn og setjast með viskí eða koníak tala saman. Þetta er svona til að forðast endalausann hávaða skemmtistaðana. Þetta lið vill ekki að konurnar séu að þvælast í kringum þá og vilja vera í friði. Þegar óþægileg þögn kemur horfir það á sviðið til að þögnin verði ekki lengur óþægileg. Þeir hafa samt engan sérstakan áhuga á því sem er að gerast á sviðinu. Þetta lið kaupir ekki einkadans og kaupir ekkert handa konunum því það er að koma þangað inn til að geta rabbað saman. Þetta er næst stærsti hópurinn.

Síðasti hópurinn eru "sjómennirnir". Þetta eru kúnnarnir sem eyða tíma og peningum þarna inni. Þessir menn eyða stundum hundruðum þúsunda, stundum án þess að vilja einkadans. Þeir koma nær alltaf einir og stelpurnar þekkja þessa menn og vita að þær geta blóðmjólkað þá. Ég hef það alltaf á tilfinngunni að þetta séu menn sem hafa verið lengi á sjó og hafa kannski ekki sjálfstraust til að eiga frumkvæði í samskiptum við konur. Þeir vilja ganga þarna inn og um leið koma nokkrar fáklæddar konur til hans. Þessir gaurar eru frekar spes því þeir tala yfirleitt bara við konurnar og kaupa mjög dýr kampavín og svona. Þeri eru ekkert að sýna því neinn áhuga þó að stúlka sé að týna af sér spjarirnar á súlunni. Það eru alltaf 1-2 sjómenn á svona stað. Þeir bara sitja með konunum og spjalla. Virðast bara vilja fá athygli kvennana.

Þetta eru þær staðalýmindir sem ég kannast við frá þessum stöðum. Ég kannast ekki við að menn séu neitt að missa sig af spenningi þarna inni nema kannski fyrsta korterið og svo verður þetta bara leiðinlegt.

katrín anna sagði...

Kúnninn kemur þessari tilteknu frétt kannski ekkert sérstaklega mikið við en úrsúlurnar enn síður. Pointið er að í fréttaflutningi í gegnum tíðina er yfirleitt alltaf sýnt frá stelpunum að dansa en kúnninn nýtur algjörrar friðhelgi. Þetta er gert þrátt fyrir að vitað er til þess að bakgrunnur stelpnanna er shaky oft á tíðum. Til dæmis var í fréttum hér fyrir nokkrum árum að stelpur voru látnar skrifa undir samninga þar sem skilyrt var að þær dönsuðu fyrir framan fréttamenn (man ekki nákvæmt orðalag) ókeypis í auglýsingaskyni. Þessi samningur var sagður af sérfræðingum vera týpískur mansalssamningur. Minnir að Colin Powell hafi lýst því yfir í framhaldi að á Íslandi væri mansal rétt eins og annars staðar. Miðað við þá þekkingu sem liggur fyrir ættu fréttamenn að passa mjög vel upp á að vera ekki að sýna konurnar - vegna þess að þeir geta verið að taka þátt í að festa misnotkunina/þrælahaldið á filmu og gera það enn óbærilegra en ella því þá er það bæði orðið skjalfest og opinbert - án þess að vera orðað sem misnotkun heldur sett fram sem "fús og frjáls vilji". Bendi á frábæra grein eftir Catharine MacKinnon í þessu samhengi sem heitir Only Words í bókinni Feminism and Pornography.