miðvikudagur, júlí 12, 2006

Rockstar - taka 2

Ætla alls ekki að gera það að vana að vaka og horfa á Rockstar - sérstaklega ekki þegar ég þarf að vakna upp úr kl. 7. En... fyrst ég endilega þurfti að vaka og átti eftir að slökkva á tölvunni er þá ekki tilvalið að blogga á meðan þetta er enn ferskst í minni? Giska á að Dilana eða Lukas vinni. Kemur einhver annar til greina? Storm á góða spretti - hún tekur sér pláss og er soldill töffari. Mörg hinna fannst mér alveg eins geta hafa verið að syngja í söngleik. Vantar slatta upp á Rockstar performance hjá mörgum hvað varðar sviðsframkomu - þó margar raddirnar séu flottar og öflugar. Magni var mun betri núna en síðast. Eftirminnilegasta mómentið úr þessum þætti er þó frá Alvarez (heitir hún það ekki?). Aðspurð um hvort hún hefði hlustað á tónlist rokkstjarnanna í Supernova sagðist hún hafa heyrt um hana - og toppaði svo með að segja að hún hefði verið með bleiju þegar þeir voru að gefa sitt stuff út. Bráðfyndið!

Besti parturinn af þættinum er þó að þetta er á Mayan. Þar var alltaf geðveikt gaman! :)

Engin ummæli: