föstudagur, júlí 07, 2006

Rockstar

Nú eiga allir að kjósa Magna af því að hann er Íslendingur. Enginn segir að það eigi að kjósa hann af því að hann sé hæfastur eða bestur - bara af því að hann er Íslendingur. Hvað segja "ég-er-á-móti-kvóta" fólkið um það? Er það ekki niðurlægjandi fyrir Magna greyið ef hann kemst áfram bara vegna þess að hann er Íslendingur en ekki vegna þess að hann er hæfastur????

Bara spyr. Finnst þessi þáttur annars pínku skemmtilegur... fylgdis með fyrri seríunni! Hef oft spáð í af hverju ég er jákvæðari út í þetta raunveruleikasjónvarp heldur en þætti eins og t.d. Top Model, Swan o.fl. Hallast helst að því að það sem mér finnst jákvætt við þessa þætti er að þarna er alvöru hæfileikafólk að keppa sín á milli. Það sem "vantar" í þessa þætti er niðurlægingin. Dómararnir koma með alvöru komment - stundum slæm og stundum góð en þeir reyna að setja slæmu kommentin fram á kurteisan hátt en setja sig ekki í þær stellingar að gera lítið úr eða niðurlægja. Það er stærsti plúsinn við þáttinn. Sko - það er hægt að gera raunveruleikaþátt án þess að höfða til lægstu hvata :) Fólki finnst gaman að sjá talent að verki!

Ekki það að þátturinn sé gallalaus... en ég ætla að halda göllunum fyrir mig í bili.

1 ummæli:

kókó sagði...

Horfði ekki og kaus ekki, ekki frekar en á Idol...