fimmtudagur, júlí 13, 2006

Veðurmaðurinn ógurlegi

Horfði á mynd sem heitir The Weather Man með Nicolas Cage í aðalhlutverki í gær. Myndin var á topp 10 listanum út á dvd-leigu (er ekki videoleiga orðið úrelt orð???) . Myndin er um hvernig hægt sé að finna tilgang í lífinu í heimi skyndibita. Nokkuð áhugavert efni og passar kannski ágætlega að setja myndina í skyndibitaumgjörð... eða ekki. Myndin var frekar niðurdrepandi og skyndibitaleg - eins og margt sem kemur frá Kristþyrnisskóg (orðabækur yndislegt fyrirbæri). Merkilegt nokk en kameltá var tekin fyrir í myndinni (sælla minninga eftir umræður á póstlistanum) - í samhengi við 12 ára stúlku veðurmannsins ógurlega. Fannst sum atriðin í kringum hana svolítið vafasöm, þ.e. skil að þetta efni geti verið feðrum sem eiga dætur sem eru að komast á kynþroskaaldurinn hugleikið en ef lausnin felst í að þeir fái nánast hjartaáfall og klæði þær upp í stutt pils og háhæluð stígvél til að leysa vandann þá...? Já, þá hvað? En hennar vandamál leysast örugglega öll við að verða snyrtileg og vel til höfð svo henni sé ekki strítt fyrir sjónmengandi áhrif á umhverfið!!!

Segi bara eins og Tommy Lee - þetta var svona ho-hum.

Mæli frekar með The Corporation, Hotel Ruwanda, Vera Drake eða Brokeback Mountain!

Engin ummæli: