mánudagur, júlí 24, 2006

Á hvalbaki

"Besta mynd ársins heitir Whale Rider. Kvikmyndaformið var fundið upp fyrir svona myndir!" Ain´t it Cool News.

Skil ekki hvernig þessari mynd tókst að fara fram hjá mér á sínum tíma. Mætti segja að þetta væri hin fullkomna mynd ;) Myndin er um unga stúlku, Paikeu, sem er frumbyggi á Nýja-Sjálandi. Feðraveldið er allsráðandi - en Paikea þekkir sitt hlutverk þrátt fyrir að vera stelpa... Myndin er femínísk út í gegn, falleg, sorgleg, róleg, spennandi og allt þar á milli en fyrst og fremst er þetta einstaklega mannleg mynd sem nær að skapa trúverðugar persónur og skilja eftir sig sterk hughrif. Ef einhver vill forvitnast meira um myndina þá er slóðin á heimasíðuna http://www.whaleriderthemovie.com.

Myndin hlaut fjölmörg verðlaun og stelpan sem leikur Paikea var útnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki - yngsti leikari sem hefur hlotið þá tilnefningu - og skrýtið að hún skuli ekki hafa unnið. Mæli allavega með þessari mynd næst þegar þið farið út á leigu...

1 ummæli:

Silja Bára sagði...

ein af mínum uppáhaldsmyndum, en ég er svo svag fyrir öllu sem hefur með hvali að gera að ég hélt kannski að það væri ekki að marka;)