föstudagur, júlí 28, 2006

Betra að horfa en gera????

Þá eru Chippendales að koma til landsins - fluttir inn af karlmanni og munu eflaust virka sem fínt aliby í umræðunni um súlustaði í framtíðinni... "já en Chippendales komu og þá fóru næstum 1000 konur og öskruðu og görguðu yfir þeim þannig að þetta hlýtur að vera í lagi!" Verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni í kringum þetta en "fréttin" um þetta inn á visir.is er í meira lagi undarleg. Þar eru karlarnir ekki fólk heldur folar og þar að auki fullkomnir. Það er sem sagt ekkert verið að fela það að hinn fullkomni karlmaður er kjötstykki en ekki manneskja... skv fréttatilkynningunni. Ekki mér. Ónei... Svo er því líka haldið fram að konur alls staðar að úr heiminum segi að sýningin sé betri en kynlíf. Er þetta ekki áfellisdómur yfir frammistöðu bólfélaga þeirra í rúminu????

Allavega - fer væntanlega í Síðdegisútvarpið á eftir að ræða þetta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég var búinn að bíða svolítið eftir þessu. Þegar ég frétti fyrst af þessu var ég viss um að umræðan yrði engin eða í mesta lagi hvísl manna á milli. En nú er gaman að sjá viðbrögð feminista við þessu. Gaman að heyra af sóðakonunum sem nýta sér eymd karlmanna sem koma fram sem sýningagripir sér til skemmtunar. Mannsalsumræðuna og gaman að horfa á Óþekkt þegar þær sitja um konur eftir sýninguna. Já framhjáhaldsmarkaðurinn er nú haldinn fyrir konur.

Annars finnst mér þetta bara allt í lagi. Ég er fylgjandi súlustöðum fyrir karlmenn og því alveg jafn fylgjandi þessu. Þetta kalla ég jafnrétti! Konur fái jafnan aðgang að erótískum dansi og karlar. Þó svo að ég persónulega sé hættur að stunda þessa súlustaði fyrir þó nokkrum árum finnst mér engin ástæða til að banna þá.

En þú færð stórann punkt fyrir að hafa tekið þetta mál upp og vakið einhverja athygli á því.