þriðjudagur, júlí 18, 2006

Úr ýmsum áttum

Mæli með Óþekkt síðasta laugardags (hægt að skoða á visir.is - veftv), sérstaklega viðtalinu við Gísla Martein sem var óborganlega fyndið. Gaman að sjá viðsnúning á hefðbundnum spurningum til kvenna - og allir þátttakandur héldu andlitinu í gegnum þetta skemmtilega viðtal :) Það er ekki að ástæðulausu að Óþekktin er uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn!

Annars er nóg búið að vera að gera við að heimsækja krakka í vinnuskólanum - og þannig verður það út vikuna. Það er bæði gaman og áhugavert að hitta krakka á þessum aldri og spjalla við þau um jafnréttimál en hóparnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Stundum kem ég svífandi út og hugsa um hvað þetta væri lítið mál að koma á jafnrétti ef krakkarnir fengju almennilega jafnréttisfræðslu í grunnskóla - og stundum hugsa ég um hvað er hrikalega langt í land... Ég vona bara að þetta skilji eftir nokkrar spurningar í kollinum á krökkunum og að þau taki eftir ólíkum hlutum í umhverfinu í framhaldinu. Það er allavega ekki spurning að þetta kveikir slatta af spurningum í mínum kolli.

En jæja - best að drífa sig í labbitúr fyrir háttinn. Hér kemur uppskrift úr matarboði kvöldsins - hrikalega gott og auðvelt að búa til.

* Kjúklingabringur skornar í bita, marineraðar í Satay sósu og síðan steiktar á pönnu.
* Búið til kúskús - maraccoan spices og sultanas (e-ð svoleiðis) - útbúið skv leiðbeiningum á pakka.
* Blandað saman kúskús, spínati, niðurskornum sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, ristuðum graskers- og sólblómafræjum, rauðlauk og kjúkling.

Þá er þetta tilbúið. Gott bæði nýtilbúið sem og kælt. Má borða eintómt en ef fólk vill meðlæti er mango chutney og brauð fínt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skal vera alveg sammála þér í viðtalinu við Gísla Martein. Þetta var svolítið skondið. Mér datt fyrst í hug Sif Friðleifsdóttir þegar ég heyrði þessr spurningar. Hafði ekkert spáð í þessu, en þegar ég heyrði viðtalið opnaði það svolítið augun fyrir þessu. Þó svo að ég sé ekki mikill aðdáandi þáttarins skal ég viðurkenna að þetta var algjör snilld!

katrín anna sagði...

Já þær eru snillingar. Viðurkenndu það bara ;)