mánudagur, október 30, 2006

I've made up my mind...

Jæja. Ég hef alltaf verið á báðum áttum varðandi kynjakvóta en nú er ég búin að komast að afdráttarlausri niðurstöðu! Ég lít ennþá á kynjakvóta sem síðasta úrræði en eins og kynjakvóti er praktíseraður núna innan flokkana myndi ég frekar vilja sjá hann aflagðan. Af hverju? Jú, mér sýnist að kynjakvótinn í núverandi mynd sé að tryggja körlum áframhaldandi meirihluta á þingi. Ég heyrði smá brot úr Silfri Egils um helgina þar sem Einar Mar var í viðtali að tala um fylgi kynjanna við flokkana. Karlar styðja Sjálfstæðisflokkinn í meira mæli en konur og konur styðja frekar vinstri flokkana. Vinstri flokkarnir, þ.e. VG og Samfylkingin eru með nokkurs konar kynjakvóta í einhverri mynd. En... reyndin virðist sú að þar sem konur aðhyllast frekar þessa flokka er ofgnót af konum í framboði fyrir þessa flokka í sumum kjördæmum og á öðrum stöðum er kynjakvótinn ekki þannig að hann tryggi konum aðgang að þingi, sbr NV kjördæmið þar sem eingöngu er tryggt að bæði kyn séu í fyrstu 3 sætum listans - sem dugar skammt þegar konan sem situr á þingi hlýtur ekki kosningu nema í 3. sætið! Í öðrum flokkum gæti kynjakvótinn orðið til þess að mjög frambærilegar konur komist ekki að, þ.e. að þær þurfi að eftirláta sitt sæti til karla. Á meðan eru flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn ekki með kynjakvóta og þar eru karlarnir kosnir í miklum meirihluta. Þannig leiðir kynjakvótinn í raun til þess að konur komast aldrei í jafna stöðu á þingi.

Sem sagt - mín niðurstaða er sú að ef við ætlum að hafa kynjakvóta þá verða þeir að gilda yfir alla flokka og þingið í heild, ekki einstaka lista þar sem konur eru í meirihluta eða svo fá þingsæti að hann dugar ekki til neins þar sem karlar eru hvort eð er í efsta sætinu - sem er kannski eina sætið sem nær kosningu inn á þing!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, þetta er sennilega alveg rétt hjá þér. Gætum sagt að við værum svo miklu meiri manneskjur að vilja reglur sem hagnast okkur ekki til lengri tíma litið (þ.e. þegar konurnar eru komnar með völdin, þá hafa karlarnir tryggð 40%), en í núinu er það hreinlega mjög pirrandi að með því að styðja jafnrétti þá viðhöldum við ranglætinu!

Ferlega gaman að sjá þig í morgun, hlakka til næsta mánudags:)

Nafnlaus sagði...

Eitt sem mig langar svolítið að vita. Kannski er þetta bara einhver mynd í hausnum á mér sem er röng en mér finnst konur ekki sækjast í sama mæli eftir topp 3 sætunum. Mér finnst ég alltaf sjá að það eru kannski 6 karlmenn að sækjast eftir fyrstu þrem sætunum á meðan það er kannski ein kona að berjast um 1 af þremur efstu.

Nú vill ég ekki vera tyggja á einhverri "kannski er vandamálið að konur biðja ekki um launahækkun í sama mæli og karlar" klysju. En mér finnst einhvernveginn eins og konur setji sig frekar í sæti sem þær telja sig eiga öruggt í stað þess að fara í slaginn um fyrstu sætin og taka áhættu.

katrín anna sagði...

Sama hvort konurnar bjóða sig fram í efstu sætin í sama mæli eða ekki - þá þarf að grafast fyrir um ástæðurnar af hverju þær gera það ekki og líta á það sem kynjaðan hlut. Í lýðræði ættu kynin að hafa jöfn völd og sama aðgang að völdum. Ef þú elur einhvern upp til að vera þræl og kennir honum að það sé hið eina rétta þá endar þú með slatta af þrælum. Ef þú elur kynin til að trúa því að karlar séu betur fallnir til leiðtogahlutverka en konur þá endar þú með því að fá fullt af fólki sem trúir þeirri hugmynd... it's all in your head ;) En það útskýrir ekki nándar nærri allt. Ákvað að gera eins og fleiri og stela útreikningnum hennar Auðar Magndísar. Hann kemur í sér færslu á blogginu!

Hlakka líka til næsta mánudags Silja. Þá getum við haldið áfram að ræða kvótamálin og hvernig á að bjarga heiminum!

Nafnlaus sagði...

Það er kannski bara ég en mér finnst að umræðan ætti ekki að vera af hvoru kyni, litarhætti eða trúarbrögðum fólkið í stjórnunarstöðum og á alþingi er heldur að við fáum sem hæfast fólk til að sjá um þetta. Nóg er nú af óhæfufólki á alþingi í dag. Ég get ekki séð, og hef þó nokkuð fylgst með kynjakvóta talinu, að slíkur kvóti tryggi þjóðinni nokkuð betri stjórnendur, nema að síður væri(og þá á ég ekki við að kvennfólk sé óhæfara en karlmenn, alls ekki). Það sýnir sig að mun meira af karlmönnum eru í pólitík yfir höfuð og ef eitthvað hlutfall ætti að vera á kynjum sytjandi á alþingi þá ætti það að vera hlutfaillið á milli kynjana í geiranum (veit ekki hvað það hlutfall nákvæmlega, en þið skiljið vonandi hvað ég meina).
Sigfús.

katrín anna sagði...

Og svo má auðvitað alltaf taka þá nálgun að lýðræði í raun byggist á jafnrétti og karlar sem handhafar lýðræðisins þýðir karlaveldi en ekki lýðræði - enda konur jú rúmlega helmingur þjóðarinnar!

Nafnlaus sagði...

En þær hafa kosningar rétt bæði til prófkjörs og til annara kostninga, það hlýtur í hlutarins eðli að liggja í því að konur eru ekki sjálfar nógu duglegar að kjósa konur, þið eruð jú 50% þannig að þið ættuð sjálfar að mestu leiti að geta afgreitt þetta.
En það sem ég vil ítreka er að mér finnst ekki að konur eigi að kjósa konur og karlar karla, heldur eiga allir að kjósa hæfasta fólkið hverju sinni, þó það svo valdi því að það verði kynja mismunur (taktu eftir segi mismunur ekki mismunun þar sem það er réttur fólksins í landinu að velja fólk á þing en ekki réttur pólitíkusa að vera á þingi) á þingi.
Ég er ekki að segja að það sé hæfasta fólkið sem sé að komast áfram og inn á þing, engan veginn (þá væri glæpamaðurinn Árni Johnsen þarna) heldur að þannig ætti staðan að vera.