föstudagur, október 20, 2006

Myrkrið er yndislegt

Ég væri til í svona myrkvun á höfuðborginni aftur fljótlega. Síðast voru engar stjörnur - sem var bömmer - en engu að síður var gott og friðsælt að fara út í myrkrið. Undanfarið hafa oft verið stjörnubjart og í hvert skipti hugsa ég "oh hvað það væri frábært ef allt væri slökkt núna." Síðast voru okkar nágrannar (og við auðvitað) dugleg að slökkva öll ljós.
Anyways - datt þetta bara sí svona í hug því ég er þreytt og vantar smá dekur. Held það sé ekki arfavitlaus hugmynd að skipta súkkulaðinu út sem dekri og setja stjörnurnar inn í staðinn.

Engin ummæli: