föstudagur, október 20, 2006

Spennandi framundan

Á laugardaginn ætla ég að hætta mér inn á óþekkt svæði og spyrja hvenær kvenleikinn týndist á sýningunni Konan! Verður örugglega ógisslega gaman - þ.e.a.s. ef ég næ að skrifa erindið mitt fyrir laugardaginn ;)

Þann 24. hefst svo Femínistavika Femínistafélagasins. Vei. Byrjum á að hvetja allar konur til að biðja um launahækkun og alla atvinnurekendur að jafna launin.

Þann 29. er svo haustþing Framtíðarlandsins. Verður megaflott!

Annars er helst í fréttum að ég var fundarstjóri á kynningu á niðurstöðum úr rannsókn á klámnotkun unglinga. Margt áhugavert sem þar kom fram. Hefði samt gjarnan viljað hafa endað fundinn áður en spurningin um hvort klám gæti ekki dregið úr barnamisnotkun kom úr salnum. Ef einhver er í vafa þá er svarið nei.

Engin ummæli: