miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Svindlað á fríinu

Svindlaði á femínistafríinu í dag. Sendi bæði póst á ráðslistann og fór í viðtal hjá Sirkus - fyrir kvöldþáttinn. Kannski ekki rétt að segja að ég hafi farið í viðtal því þeir komu til mín. Mjög þægilegt og tók fljótt af. Í kvöld getið þið sem sagt séð mig rabba við hvíta, gagnkynhneigða karlmanninn sem er í krísu því hann tilheyrir ekki minnihlutahóp!!!! Arg... ef við ættum öll við svona krísu að stríða! :)

Er samt enn á því að konur séu ekki minnihlutahópur - en hafi minnihlutavald!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott innkoma í kvöldþáttinn. Þetta er líka fín síða hjá þér. Gaman að fá svona blogg frá einhverjum sem er eldri en 14 ára og hefur eitthvað að segja.

Langaði líka bara að vera sá fyrsti sem kommentar hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það :) Gaman að sjá að einhver er búinn að uppgötva bloggið mitt!

Nafnlaus sagði...

Hej hej

Fyrst að fólk er byrjað að kommenta þá vil ég bara láta þig vita að ég les bloggið þitt á hverjum degi og hef gaman af.
Sá ekki kvöldþáttinn í gær en er hann ekki endursýndur?

Og Katrín Anna viltu gjörasvovel að reyna að taka þetta frí þitt alvarlega :)

Nafnlaus sagði...

þú getur kíkt á þáttinn á netinu. visir.is, veftv. þar finnur þú kvöldþáttinn þann 17. ág. þetta er rétt eftir miðjan þáttinn...!