laugardagur, október 22, 2005

Áfram stelpur!

Nú á ég bæði diskinn og plötuna Áfram stelpur. Ekkert er betra til að ná upp baráttustemningunni en að hlusta á þessa beittu og snilldarlegu texta. En græðgin er alveg að fara með mig. Sumir segja að græðgi sé góð og ég hallast á að svo sé í þessu tilfelli. Mig langar nefnilega svo mikið í bókina Já, ég þori, get og vil. Var að skoða hana áðan og hún er æði. Fer pottþétt á jólagjafalistann í ár - ef ég verð ekki sprunginn á limminu áður og búin að kaupa hana!

Nú styttist í kvennafrí. Ég hlakka svo mikið til að ég má ekki vera að því að hugsa um neitt annað.. þetta verður skemmtilegasti mánudagur ársins eins og þær Rósa og Edda sögðu í viðtalinu við Birtu. Ég er reyndar á því að þetta verði skemmtilegasti mánudagur margra ára...

2 ummæli:

ErlaHlyns sagði...

Já, það verður ekkert smá fínt drífa sig snemma úr vinnunni og fara í smá dekur. Ég á pantaðan tíma í bæði handsnyrtingu og andlitsbaði.
:/

Sjáumst í göngunni!!! ;)

Nafnlaus sagði...

Haha - þú hefur líka örugglega verið sætust!!! :)

Áfram stelpur!