mánudagur, október 10, 2005

Glöð

orbitrekk: 30 mín
magaæfingar: 30
súkkulaði: næstum innan skynsamlegra marka
áfengi: 0 - ef romm í rúsínunum í súkkúlaðinu telst ekki með...
sígarettur: 0
þyngd: ekki vitað

Nei - ég er ekki að breytast í Bridget Jones en lesklúbbur FÍ er að byrja aftur eftir vetrarfrí og fyrst á dagskrá er að skoða bækur og kvikmyndir um Bridget Jones - til að athuga hvort femíníski vinkillinn detti út af tjaldinu. Nánari upplýsingar fyrir áhugasama á umræðuvef.

Ég er alltaf glöð þegar ég er dugleg og næ að grynnka á verkefnalistanum... þó nóg sé eftir á honum samt.

Kaffisopinn á lífræna kaffihúsinu sem ég held að heiti Bleika dúfan var góður - og félagsskapurinn líka.

Vildi að flestir dagar væru næstum því svona... :)

Engin ummæli: