mánudagur, október 03, 2005

Minnismerki um fullklædda konu

Það eru ekki bara syttur Reykjavíkurborgar sem eru umdeildar og umtalaðar. Nú er umræða um styttur á Trafalgar Square en þar var nýlega afhjúpuð stytta af konu - nakinni, fatlaðri, óléttri konu... talandi um staðalímyndir og stöðluð hlutverk. Reyndar finnst mér mjög flott að styttan sé af fatlaðri, óléttri konu. Það er soldið töff. Ég er hins vega ekki sannfærð um að mér finnist flott að hún sé berrössuð innan um allar hinar fullklæddu karlkyns stytturnar - þrátt fyrir góðan tilgang sem ég skil og er sammála. Held nefnilega að það sé þörf á minnismerkjum um hina fullklæddu konu í þjóðfélaginu í dag!

Engin ummæli: