mánudagur, maí 15, 2006

Djöfull er ég fegin að ég datt ekki í það...

Var barnapía í rúman sólahring - barnið svo stillt að ég var næstum farin að hafa áhyggjur - hún passaði sig meira að segja á því að kúka ekkert á meðan hún var í pössun svo það var ekki einu sinni kúkableia! Samt er hún algjör skæruliði, kjörkuð og skemmtileg :)

Skaust aðeins í útskriftarpartý eftir að hún var sofnuð - engar áhyggjur samt, skildi hana ekki eftir eina - hin barnapían var heima. Þegar ég var að skutla vinkonu minni heim eftir húllumhæið stóð konugrey út á miðri götu - illa klædd og í annarlegu ástandi að húkka sér far. Vantaði far niður í bæ því henni var skítkalt og kallinn hafði stungið af. Við vorum samt ekki á leiðinni í bæinn - bentum henni á næstu gatnamót þar sem hver leigubíllinn á fætur öðrum átti leið hjá - með gult ljós á toppnum. Á leiðinni tilbaka kíkti ég aftur eftir henni en hún var horfin. Vona að löggan í löggubílnum sem ég keyrði fram hjá hafi pikkað hana upp og keyrt hana heim. Hlýtur eiginlega að vera... hennar kvöld hefur þá endað betur heldur en hjá Eyþóri Arnalds - er það ekki hámark heimskunnar að keyra fullur, vefja bílnum utan um ljósastaur og stinga af rétt fyrir kosningar????

Engin ummæli: