þriðjudagur, maí 16, 2006

Tími til hvers?

Það er eitthvað skrýtið við auglýsingu Sjálfstæðisflokksins inn á mbl.is. Fyrst kemur bleik mynd - af lítilli stelpur með textanum: Tími til að lifa. Svo kemur blá mynd - af gamalli konu og textanum: Tími til að leysa málin. Einhvern veginn var heilinn á mér búinn að búa til textann: Tími til að deyja - áður en ég las textann á auglýsingunni. Var eitthvað svo rökrétt framhald - tími til að lifa, tími til að deyja...

En hvað um það. Er búin að gera upp hug minn varðandi bleika litinn í kosningaauglýsingum. Finnst það bara aldeilis frábært að flokkarnir séu að nota bleika litinn. Það er algjört breikthrough að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að nota bleika litinn samhliða bláa litnum. Einnig er Björn Ingi í bleikri peysu í einni Sjónvarpsauglýsingunni. Svandís Svavars var með bleikan trefil í sjónvarpsviðtali... kannski það sé aðeins öðruvísi því það er ekki auglýsing - og kannski tilviljun - en í auglýsingunum er bleiki liturinn enginn tilviljun. Markmið Femínistafélagsins með því að nota bleika litinn er að hann öðlist sama sess og blái liturinn - að bleiki liturinn verði notaður jafn mikið og njóti sömu virðingar. Þetta er skref í þá átt. Hef líka heyrt af því undanfarið að strákar séu byrjaðir að ganga í bleiku. Einn frændi minn á víst bleika strigaskó :). Svo frétti ég af öðrum með bleika derhúfu - reyndar með Playboymerkinu á :( sem er algjör bömmer... þarf bara að ná því af.

3 ummæli:

Silja Bára sagði...

já, rétt að bleiki liturinn er jákvæður og sannarlega miklu sýnilegri meðal fullorðinna í dag en hann hefur verið lengri. En er ekki XD að nota hann eingöngu í "mjúku" málaflokkana? Var að sjá sjónvarpsauglýsingu frá þeim þar sem Villi, Hanna og Gísli dásama leikskóla Reykjavíkur - og þá var XD í bleiku!

katrín anna sagði...

Jú - þetta eru leikskólamálin, fjölskyldumálin og allur sá pakki. Ég ákvað samt einhvern veginn að það væri samt gott. Leikskólamálin og fjölskyldumálin eru grjóthörð mál sem skipta miklu máli - og fallegi bleiki liturinn er alveg ágætur í að representera þau. Blái liturinn er notaður til að tákna traust - bleiki liturinn getur táknað gott gildismat!!! :) Aðalmálið að hann sé notaður og að hann verði smátt og smátt notaður af báðum kynjum.

maçka porno sagði...


En sexy kızların etek altı upskirt pornoları youporn porno sayesinde ucretsiz olarak sizlere sunuluyor