fimmtudagur, maí 04, 2006

Iceland - to die for!

Ónefndur maður hér í borg liggur undir grun um ólöglegt athæfi og eru málaferli í gangi gegn honum. Þar sem um þjóðþekktan mann er að ræða hefði kona haldið að honum væri annt um að sýna og sanna að hann væri með siðferðið í lagi. Og til hvaða ráða er gripið? Jú, fara í ólöglegan kappakstur um heiminn í almennri umferð og leggja þar með fullt af fólki í lífshættu. Enda síðan geimið í partý hjá hinum háaldraða sílíkonuh(p)erra.

Síðan er það vinur hans sem lætur fyrirtækið "sitt" taka þátt með því að ferja keppendur á milli landa. Einmitt líka fyrirtæki sem þarf að sýna og sanna samfélagslega ábyrgð eftir að hafa markaðssett íslenskar konur á svona glæsilegan hátt á erlendri grundu. Nú er búið að skipta um fókus og þar sem hraðakstur hefur verið mikið í umræðunni hér á landi og nokkur banaslys orðið vegna hans hér á landi það sem af er þessu ári þá ákveður stjórnarformaðurinn að hans næsta mission sé að vera ungmennum góð fyrirmynd... Ætli við eigum ekki von á því í sumar að einhver krakkakjánar eða kallakjánar á valdatrippi fari í kappastur hringinn í kringum landið? Okkar þjóðvegir bera það alveg - ein akrein í hvora átt, þungaflutningar og kappakstur! Sé alveg fyrir mér nýtt slagorð í markaðssetningu fyrir Ísland: Iceland - to die for!

Engin ummæli: