föstudagur, maí 12, 2006

Ms Muscle

Konur eru líka sterkar - og þess vegna var minn Mr Muscle endurskírður og heitir nú Ms Muscle...

En talandi um vöðva - ég fór í Laugar um daginn í fyrsta skipti. Þessi stöð er á svarta listanum hjá mér því þau hafa sent frá sér margar auglýsingar í gegnum tíðina sem mér finnst fáránlega hallærislegar auk þess sem heimsklassa ofurhetjur með faldar myndavélar í búningsklefum fara í alveg sérkategoríu... En - allavega - þurfti að fara aðeins þarna inn um daginn og þar vöktu 2 styttur athygli. Önnur er af konu, hin karli. Báðar stytturnar eru af nöktum, skornum líkömum og báðar eru í einhverjum skrýtnum stellingum. Konan er eins og hún sé að koma í mark í maraþoni en karlinn stendur og er fjötraður. Skrýtnast af öllu er að stytturnar skuli vera staðsettar í líkamsræktarstöð. Þetta eru ekki fallegar styttur og þær minna á þræla, sérstaklega karlstyttann því hann er jú í fjötrum. Það mætti næstum halda að stytturnar væru þarna sem áminning um að stöðin er fyrir þræla útlitsdýrkuninnar... fólkið sem er í fjötrum við að ná einhverri absúrd líkamsímynd í ætt við stytturnar... eða bara djókur eigendanna sem græða á tá og fingri á þrælunum?????

Dipló ég þarf samt að bæta því við að auðvitað er hollt að hreyfa sig passlega!

Engin ummæli: