mánudagur, maí 15, 2006

Lenti óvart í súpunni

Á fyrsta karlmennskukvöldi karlahóps Femínistafélagsins var Sigurjón Kjartansson með erindi um karlmennsku og húmor. Sigurjón talaði mikið um hvernig Íslendingar lenda alltaf í hinu og þessu... menn lenda óvart í því að skilja, lenda óvart í því að keyra fullir - eða lenda óvart í því að keyra fullir á ljósastaur, lenda óvart í því að stinga af og lenda óvart í því að löggan nær þeim. Svona orðar Geir H. Haarde það allavega - aumingja Eyþór - lenti í því að vera tekinn! Reyndar var ég ánæðg með það í útvarpinu í morgun að ein fréttakonan gekk á Geir með þetta orðalag - og hann umorðaði. En hefur Eyþór tekið á málinu með myndarskap og ég veit ekki hvað og hvað eins og utanríkisráðherra heldur fram??? Mér finnst það ekki... finnst algjör óþarfi að hefja manninn upp til skýjanna fyrir að hafa lagt líf og limi annarra í hætti með ólöglegu athæfi. Það kallast ekki að axla ábyrgð að stinga af en sitja nauðugur viljugur í súpunni af því að löggan náði kauða! Held líka að korters fundur hefði átt að duga til að komast að niðurstöðu í málinu... hvaða álitamál voru á dagskrá?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvað þýðir það að draga sig í hlé í kosningabaráttu ef hann er enn á framboðslista? Virkar eitthvað tvírætt í mínum huga...

Silja Bára sagði...

Svo sammála þér. Ég kom inn í hálfa frétt, heyrði bara í Geir "leit fyrir Eyþór að lenda í því sem hann lenti í..." - enn eitt fíaskóið hjá honum. Og Eyþór sannarlega göfuglyndur að láta félaga sína um það að afsaka hegðun hans og útskýra.

ErlaHlyns sagði...

Já, grey kallinn að "lenda" í því að keyra fullur.

Ég var einmitt að blogga um orðræðu innan XD:

Manndómur: Að keyra fullur niður ljósastaur og stinga af

Að axla ábyrgð: Að hlýta landslögum þegar lögreglan loks nær manni