miðvikudagur, maí 03, 2006

Í lýsisklemmu

Ok. Það er ekkert mál að sleppa því að borða KFC - borða þar aldrei hvort sem er og finnst maturinn þar frekar vondur. Ekkert mál að sleppa L'oreal vörum því nú er ég að reyna að kaupa umhverfisvænar snyrtivörur (get nú samt helst fyrirgefið þessu fyrirtæki - skil alveg þeirra þátttöku). Ekkert mál að sleppa því að versla við TASK því ég er nú ekki svo oft að kaupa mér tölvudót þessa dagana þar sem ég er fátækur húsbyggjandi. En lýsi... það er nú önnur saga. Byrjaði að taka lýsi í lok janúar í kjölfar mesta veikindaárs í minni 36 ára sögu! Lýsi og smoothie í morgunmata hafa svínvirkað - ekki fengið flensu síðan. Enginn hiti, kvef, hausverkur og gubbupest í einum pakka! Ekki get ég farið að hætta á lýsinu og átt það á hættu að þetta dúkki upp aftur???! Vá hvað ég er spæld með Lýsi :(

ps. ef það skyldi hafa farið fram hjá ykkur þá eru þetta styrktaraðilarnir að Leiðinni að titlinum - sjónvarpsþætti um keppendurna í konusýningunni 2006! Í þætti kvöldsins fengum við að vita allt um ástarmál stúlknanna - hvort þær væru heppnar í ástum og hvort einhver væri í sigtinu! Nú er að skýrast hvers vegna krafa er gerð um að þær séu ógiftar!

7 ummæli:

ErlaHlyns sagði...

Þú getur reynt að borða meira af feitum fisk, s.s. laxi, sem inniheldur mikið magn ómega fitusýra.

Ég sá brot af þættinum sem sýndur var áðan. Stúlkurnar voru spurðar hvort og af hverju þær mæltu með fegurðarsamkeppnum. Allar svöruðu þær "auðvitað" játandi og algengasta viðbótin var að: fegurðarsamkeppnir eru svo góðar fyrir sjálfstraustið.

katrín anna sagði...

Mér finnst lýsi vont en get komið því niður án teljandi erfiðleika. Mér finnst lax verri og get alls ekki borðað hann :( Er ekki góð í að borða fisk þó ég sé að skána mikið í þeirri deild! Held ég þurfi á lýsinu að halda...

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekkert á móti fegurðasamkeppni. Ég hef horft á svoleiðis keppni með miklum leiða. Hef ekkert á móti þeim og hef engann áhuga á þeim.

Þetta hef ég allt sagt áður. En ég horfði um daginn á lokaþátt bikini motel á sirkus. Nú veit ég ekki hvort feministar hafi lagt sig eitthvað fram um að gagnrýna þann þátt og þá keppni. En vá! hvað ég hefði verið sammála allri gagnrýni sem hefði komið á þetta. Nú er ég engin tepra og finnst flest sem feministar gagnrýna vera hlutir teknir úr samhengi og allt það (eins og þú hefur fengið að heyra). Þessi keppni var hinsvegar svo ljót að ég hugsaði allann tímann "ég vona að engin af mínum vinkonum eða litla systir mín taki þátt í svona". Ég alveg dauðvorkenndi þessum þáttakendum og er í raun enn að jafna mig á þessu.

katrín anna sagði...

Vei við erum sammála! :) Ég sá reyndar ekki þessa þætti. Hélt að ég væri ekki með Sirkus þegar þeir voru sýndir - er nýbúin að uppgötva að Sirkus er nú sent út á sömu rás og PoppTíví var í den. En ég fylgdist með umræðunni í blöðunum og markaðssetningunni í kringum þetta - þar á meðal MTV partýinu. Þetta er því miður þróunin. Samfélag sem kemur fram við konur sem eingöngu líkama uppsker eins og það sáir...

Nafnlaus sagði...

Það er jaðar í samfélaginu eins og allstaðar. En það er alltaf andstæður líka. Þróunin á sér stað í báðar áttir. Feministar eru orðnir mjög fjölmennir og áhrifamiklir í samfélaginu í dag og þar er þróun eins og í klámvæðingunni.

Ég myndi kannski frekar tala um þessa þróun hjá fjölmiðlum. Þar er reynt að taka allt skrefinu lengra. Það er ekkert spennandi við sjónvarpsefni sem er búið að gúddera. Spaugstofan höfðar ekki til ungu kynslóðarinnar þar sem hún er orðin "viðurkennt efni". Því var fyrir nokkrum árum tekið á það ráð að ganga með þetta aðeins lengra og koma með Fóstbræður. Þeir hættu svo þegar það var farið að viðurkenna það efni.

Ég vill ekki tala um að hitt og þetta efni sé krafa samfélagsins. Þetta er bara baráttan um áhorfið. Krafa neytandans er að fjölmiðlar séu fjölbreyttir. Það er ekkert spennandi við að gera eitthvað sem oft hefur verið gert áður.

Það er eiginlega búið að viðurkenna fegurðasamkepnina og því er reynt að ganga aðeins lengra til að ná til þeirra sem finnst fegurðarsamkeppni ekki spennandi lengur.

Ég vill meina að þarna hafi verið gengið of langt. Hinsvegar getur svona lélegur þáttur gert gott. Það var gert í því í þessum þætti að gera hann eins ljótann og hægt var. Þær stelpur sem horfðu á þáttinn sáu kannski hversu ljótar svona keppnir eru. Þannig að þessi þáttur hefði getað verið nokkurskonar forvarnarstarf.

Tók reyndar ekki eftir því en ég hafði víst bara séð lokaþáttinn af þessu. Þeir voru víst 3 talsins. Eftir að hafa séð þennann lokaþátt get ég ómögulega lagt það á mig að horfa á hina þættina.

Þú getur hinsvegar séð þessa þætti inn á veftíví. http://veftivi.visir.is

katrín anna sagði...

Samt skrýtið hvernig þróunin nú til dags þarf alltaf að vera í átt til hins verra þegar kemur að útliti kvenna - staðalímyndum, klámvæðingu og þess háttar. Misrétti hefur viðgengist svo lengi sem við þekkjum söguna. Ef við í alvörunni vildum prófa eitthvað nýtt þá væri jafnrétti og virðing fyrir manneskjunni algjört breakthrough og eitthvað sem enginn kynslóð hefur reynt!

Unknown sagði...

Ég sá bara einn af þessum bikini-módel þáttum og ferlega var hann asnalegur. Maður vorkenndi þessum stelpum. Það sem fólk lætur hafa sig út í!