fimmtudagur, júlí 06, 2006

Gleði

Í dag er ég líka glöð - Betan á afmæli og Kjarnafæði ætlar að breyta auglýsingunum sínum :)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú er ég "á móti kvóta" gaur. Ég er á báðum áttum. Mér finnst allt í lagi að Íslendingar standi saman og hjálpi hver öðrum. Samhugur er ekkert sem ég hef á móti. Þetta er bara eins og þegar íslendingar velja sér landslið til að halda með. Þeir velja ekki alltaf hæfasta liðið heldur vill það oft vera svo að íslendingar halda með Íslandi í keppnisíþróttum.

Annars er ég á því að Magni sé langt frá því að vera hæfur rokksöngvari og vona sem aðdáandi rokktónlistar að hann vinni ekki... En samt er svona hluti af mér sem vill sjá Íslendingi ganga vel.

Þannig að bæði sjónarmið eiga rétt á sér í mínum augum. Lýðræði snýst líka um að almenningur ræður á hvaða forsendum það kýs það sem það kýs.

ErlaHlyns sagði...

Bíddu, bíddu, hvaðan og hvað hefurðu um að Kjarnafæði ætli að breyta auglýsingunum? Hef ég ekki verið að fylgjast nógu vel með á póstlista femínista??

kókó sagði...

Karlar standa saman og kjósa karla. Þegar konur í stjórnmálum og stjórnendur velja sér konur næst sér fá þær:"nú hún er bara svona..." eins og þær séu að velja óhæfar konur, bara til að velja konur. Afhverju er aldrei spurningamerki við að velja karl.
Það að halda með Íslendingum og Magna er allt í lagi. En ef kosið væri eftir íþróttaleiki og Íslendingar ynnu símakosningar þó leikurinn hefði tapast... væri það ekki "pínku" pínlegt?

Nafnlaus sagði...

Sé að ég hef skrifað inn á vitlausann póst. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað Kóko er að meina. En mér sýnist þetta snúast um að það séu bara karlar sem eigi eftir að kjósa Magna því hann er karl. Ég hugsa að kona hefði hlotið sama stuðning ef hún hefði verið í sporum Magna. Ég held einhvernveginn að Magni sé töluvert vinsælli hjá kvenþjóðinni en hjá körlunum. Ég á allavega eftir að hitta karlmann sem hlustar á tónlistina hans (þeir eru nú sjálfsagt allnokkrir þó).

Silja Bára sagði...

helv... Kjarnafæði virðist ekkert vera að breyta auglýsingunum. Hef séð ýmsa pósta um að fyrirtækið hafi lofað bót og betrun en sá svo auglýsinguna (reyndar í fyrsta sinn) í gærkvöld og mér hreint út sagt ofbauð!

katrín anna sagði...

Hvar sástu auglýsinguna? Vil endilega fylgjast með þessu...

katrín anna sagði...

Hvar sástu auglýsinguna? Vil endilega fylgjast með þessu...

katrín anna sagði...

Erla - ég fékk póst frá markaðsstjóra Kjarnafæðis þar sem hann sagðist ætla að taka módelið úr öllum auglýsingunum

Silja Bára sagði...

sá hana á Skjá einum á sunnudag - og svo þessa með módelinu í fótboltabúningnum á sömu stöð í gær.