föstudagur, júlí 28, 2006

Gott að vera rík?

Hér er linkur á rosafínan pistil eftir Evu Maríu inn á tikin.is http://www.tikin.is/tikin/leitarnidurstodur/frettir/?cat_id=20827&ew_0_a_id=107752.

Fór í viðtalið á RUV áðan - ekki mitt besta. Þarf greinilega að undirbúa mig aðeins öðruvísi - back to the basics eins og kona segir :) En svo er kannski bara gott að vera mistæk... þó ég væri alveg til í að vera það ekki!

Það var bent á það á femínistapóstlistanum hvað það væri óþolandi að karlar skipa alltaf efstu sætin yfir tekjuhæstu einstaklingana. Jamm tek undir það. Þangað til hlutirnir komast í lag læt ég mig dreyma um að vera fáránlega rík. Spáið í hvað ég gæti gert við peningana... myndi ekki kaupa mér snekkju en sé fyrir mér alls kyns skemmtilega auglýsingar - út um allt!!!! Svo ekki sé nú talað um eigin fjölmiðil og fleira gott sem ég myndi fjárfesta í - allt með eitt markmið að leiðarljósi.

2 ummæli:

Silja Bára sagði...

Vá, en frábær pistill!

Er sófinn samansettur?

katrín anna sagði...

Já sófinn er samsettur og kominn í gagnið!!! Hér ríkir mikil gleði með það :)