mánudagur, október 09, 2006

Fréttir helgarinnar

Tvennt stórmerkilegt í Fréttablaðinu um helgina. Á laugardaginn var fjallað um "pole fitness" sem snýst um konur sem taka þátt í klámvæðinginni og eru óðar og uppvægar að gangast upp í því hlutverki að vera kynlífshjálpartæki fyrir karla. Það þykir víst efla sjálfstraustið til muna...

Á sunnudaginn var síðan yfirlit yfir helstu álitsgjafa þjóðarinnar. Þeir eru víst allir karlkyns. Verður einhver ennþá pissed þegar sagt er að hér ríkir karlaveldi?

ps. Hér er kvótið í mig um pole fitnessið:
Súludansiðnaðurinn byggir á hlutgervingu kvenna þar sem konur eru smættaðar niður í kynlífshjálpartæki sem karlar geta keypt sér aðgang að. Þessu hlutverki er síðan hampað í gegnum aðra miðla þannig að svo virðist sem það eftirsóknarverðasta sem konur hafi fram að færa sé að vera fáklæddar í eggjandi stellingum án nokkurra vitsmunalegra eiginleika. Með alla þessa pressu er ekki skrýtið að sumum konum finnist skemmtilegt eða spennandi að uppfylla hlutverkið og öðlast þannig samþykki sem eftirsóknarverðar verur. Við viljum jú öll vera dýrkuð og dáð. Vandamálið við súludans er hins vegar að hann byggir ekki á kynfrelsi og viðurkenningu á kynhvöt kvenna heldur þátttöku í kúgun sem heldur konum niðri á öllum sviðum. Ef konur vilja í raun og sann öðlast kynfrelsi þá er lausnin ekki fólgin í að vera þátttakendur í einum ljótasta iðnaði sem til er, iðnaði sem lítur á konuna sem söluvöru aðgengilega fyrir alla. Það eru til ótalmargar betri leiðir til að halda sér í formi og dansa sem felast ekki í að læra að bugta sig og beygja eins og undirgefnar og þægar konur.

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verð að hrósa þér fyrir þessi skrif. Þetta viðhorf man ég ekki eftir að hafa séð frá feminista áður.

katrín anna sagði...

Þetta er nú samt viðhorf sem ég hef haft lengi lengi lengi... og fullt af öðrum femínistum. Ertu viss um að þú þurfir ekki bara að hella þér í femínismann á fullu og kafa svolítið? ;)

ps. takk fyrir hólið

Sicknote sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Hugsa að ég geymi það aðeins hella mér í feminismann. Ég er ekkert endilega að segja að enginn feministi hafi þessi viðhorf en það hefur farið minna fyrir því að konur séu gagnrýndar fyrir að vera þáttakendur í klámvæðingunni. Yfirleitt er það karlarnir sem fá skellinn fyrir klámvæðinguna. Yfirleitt eiga þeir það nú skilið en mér hefur fundist lítil umræða um að konur eigi að standa upp á móti klámvæðingunni. Þess vegna er ég ánægður með að þú skulir hvetja konur til að taka ákvörðun gegn klámvæðingunni en ekki bara einblína á að þetta sé krafan sem karlmenn halda að konum. Ég er ekki að segja að við eigum að hætta að tala um ábyrgð karlmanna af þessari klámvæðingu heldur held ég að það sé sterkara vopn að ráðast á hana frá báðum hliðum.

Annars sé ég nú ekki mikið af feminiskum umræðum. Það er bara hérna sem ég sé eitthvað. Ég er nefninlega fullur af einhverjum mótþróa út í allt. Ég ákvað það þegar ég var unglingur að fletta aldrei dagblöðum. Á svipuðum tíma ákvað ég að ég myndi aldrei gera það að rútínu að horfa á fréttir. Þannig að þó svo að ég taki ekki eftir einhverjum viðhorfum í feminisma þarf það ekki að þýða neitt.

katrín anna sagði...

Ef þú lest ekki blöðin og horfir óreglulega á fréttir vona ég að þú hafir nægan tíma til að lesa bækur :) Mæli með Female Chauvinist Pigs - sem fjallar einmitt um þátttöku kvenna í klámvæðingunni.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt Kata, glæsilegt.
Ég er að lesa rosa skemmtilega bók sem heitir Justice and the politics of difference og er eftir Iris Marion Young. Hún er snilld. Hefuru lesið hana? Ef ekki þá mæli ég eindregið með henni!

katrín anna sagði...

Nei hef ekki lesið hana. Bæti henni á leslistann :)

Nafnlaus sagði...

Hvaða hvaða, lásuði ekki um pole fitnessið í fréttablaðinu i dag( gellan sem á þetta stúdíó hefur fengið frábæra auglýsingu þar) en þar segir hún eitthvað á þá leið að þetta ( að hanga í súlu eins og fáviti) sé það sem allar konur vilji innst inni, það er sko bara spurningin um að þora. Hehehehe. Þetta er snilldar komment.

katrín anna sagði...

Verð að játa að ég er algjört chicken!!!! ;)

Nafnlaus sagði...

Fyrst voru það latino dansarnir, svo kom magadansinn og nú súludans. Allt sem er klúrt í dag er eðlilegt á morgun. Gefum þessu 10 ár og þá fara foreldrar að senda dætur sínar á heimsmeistaramót unglinga í súludansi.

Er það ekki rétt munað hjá mér að svipuð keppni og þessi var haldin á vegum Þórskaffi fyrir einhverjum 10 árum? Bein útsending á sýn og læti minnir mig.

ps'
Sorry. Ég skrifa alltaf (óviljandi) undir vitlausu nafni.

Eyja sagði...

Þráum allar innst inni að vera súludansarar en þorum bara ekki...jahá. Ég tek bara undir með Katrínu Önnu, ég er greinilega hin mesta bleyða. Og í lítilli snertingu við mitt innra sjálf þar sem ég fæ bara ekki nokkurn kontakt við þessa þrá mína. Mikið er ég þá heppin að til sé kona úti í bæ sem veit betur en ég um mínar þarfir og langanir og getur frætt mig um þær. Kannski ég hringi í hana næst þegar ég lendi í vandræðum með einhverja ákvörðun.

Unknown sagði...

Ég myndi aldrei fara í svona pole fitness, en ég hef verið í magadans og mér fannst hann ekkert klúr. Suður-amerísku dansarnir eru það ekki heldur, þó að búningarnir sem keppnisfólk klæðist séu svona og svona.

En auðvitað taka konur líka þátt í klámvæðingunni og gangast upp í því. Við erum öll hluti af þessu þjóðfélagi sem því miður lítur á flest sem söluvöru, líka konur og karla.

Fínn pistill. :)

Bjarni sagði...

Komdu sæl Katrín!

Ekki það að þú megir ekki hafa þá skoðun að þetta sé hluti af klámvæðingunni, en það sem undrar mig, nú sem áður, er það að réttur kvenna til þess að haga sér eins og þær vilja virðist vera "ólöglegur" ef hann fellur ekki að einhverjum feminiskum gildum.

Hópur kvenna á Ísafirði sem kallar sig mellurnar er allt í einu farinn að stunda einhverja voðalega niðurrifsstarfsemi á jafnréttisbaráttunni og það sama virðist gilda um stelpur/konur sem langar eilítið að krydda upp á líkamsrækt sína og hoppa á einhverja súlu í sínum eigin frítíma að eigin vali!

Því miður er það þannig að það er lítið mark hægt að taka á félögum sem standa í réttindabaráttu og virðast ekki geta skilið hismið frá kjarnanum.

Góðar stundir
kv. Bjarni

katrín anna sagði...

Bjarni málið er bara þannig að sumt er meira misréttissinnað en annað - pole fitness flokkast þar í flokki. Það sem konur gera er ekki sjálfkrafa jafnréttissinnað og það að vera af kvenkyni er ekki gæðastimpill á jafnrétti. En ágætt að heyra þitt sjónarhorn - ég ætti kannski að leggja mig fram við að gagnrýna bara karlana? ;)

ps. Annars eru mellurnar ágætis vinkonur okkar í Femínistafélaginu!

Bjarni sagði...

Ég sé bara ómögulega hvernig það að nokkrar konur komi saman og stökkvi á súlu einar og óstuddar án allra áhorfenda komi jafnrétti við á einn né neinn hátt. Líklegast er það vegna þess að þetta kemur jafnrétti ekki við á nokkurn hátt!

Ég hefði nú haldið að jafnrétti kynjanna snérist um það að konur fengju að velja(og hafna), sem þær vissulega tilfellið með súlufitnessið!

katrín anna sagði...

Já það er svo gaman að geta valið, t.d. um:

Að setja súlu upp í svefnherberginu og dansa fyrir karlinn - svo hann fari nú örugglega ekki og láta ókunnuga konu út í bæ sjá um þessa sjálfsögðu þjónustu.

Að velja að vera heima hjá börnunum svo kona eigi hægar um vik með að elda fyrir karlinn, þrífa fyrir karlinn, strauja skyrturnar fyrir karlinn - allt launalaust með bros á vör og án þess að vinna sér inn lífeyrissjóðsréttindi eða réttindi í almannatryggingakerfinu sem byggja á launaðri vinnu. Tala nú ekki um gleðina sem fylgir því að biðja manninn um pening fyrir matnum og hinum þessum smávægilegum gleðigjöfum!

Líka gaman að geta valið um að taka þátt í fegurðarsamkeppni og standa upp á sviði í bikiníi og láta vega sig og meta eins og hrút á hrútasýningu - eða ambátt í gamla daga.

Svo má auðvitað ekki gleyma því hvað það er frábært að geta valið að stunda vændi og selja líkamann til hinna og þessara karlmanna sem eiga auðvitað rétt á kynlífi no matter what!

Já frelsið er yndislegt og auðvitað ekkert sem hægt er að velja sem ekki samrýmist jafnréttissjónarmiðum!!! Ónei...

Bjarni sagði...

Já það er frábært að geta valið, það felst í því frelsi sem forfeður okkar börðust fyrir og við eigum að halda í heiðri!

Og já þessar konur geta valið, þær geta valið allt af því sem að þú taldir upp, þær eru ekki nauðugar til þess.

En það er nú einu sinni þannig að það sem fer fram í svefnherbergjum einstaklinga að þeirra eigin vali er algerlega þeirra mál og hvorki þú né ég né nokkur annar hefur nokkurn rétt til þess að gagnrýna það!

Bjarni sagði...

Sæl aftur Katrín
Það rennur upp fyrir mér núna að allt þetta sem þú taldir upp í síðasta svari þínu hefur ekkert með jafnrétti að gera, heldur snýst þetta um fyrirbæri sem feministar hafa gert mikið af að rugla saman við jafnrétti, ég er að sjálfsögðu að tala um jafnstöðuna!

katrín anna sagði...

Held þú sért að rugla saman hugtökum eins og jafnrétti og lagalegt jafnrétti! Ég er allavega ekki að tala um jafnstöðu.

Mæli með eftirfarandi bókum fyrir áhugasama:

Female Chauvinist Pigs
Beauty Myth
Branded
No Logo
Culture Jam
Píkutorfan

Nafnlaus sagði...

Bjarni. Ég er eins og þú andvígur allri forræðishyggju. En ég eiginlega skil ekki what the fuss is about. Katrín er bara að hvetja konur til að stunda frekar líkamsrækt sem er ekki nátengdur klámvæðingunni. Ég get ekki séð að hún sé að tala um að banna neitt. Mér finnst mjög eðlilegt að feministar standi upp á móti þessu. Það kom grein í fjölmiðlum þar sem pole fitness var gert hátt undir höfði. Af hverju ekki að koma með hina hliðina líka? Þá gæti kona tekið upplýsta ákvörðun um hvort hún vilji stunda þessa tegund líkamsræktar eða aðra.