mánudagur, mars 03, 2008

Bleikfjöll


Litla þriggja ára frænka mín var á leið í Bláfjöll um helgina. Þegar hún komst að því hvert ferðinni var heitið þverneitaði hún og sagðist ekki ætla í nein Bláfjöll. Hún ætlaði í Bleikfjöll. Og þangað fór hún!

6 ummæli:

Hringbrautin sagði...

LOL Yndislegt.

Mér finnst það ætti að vera samkonulag að kalla Bláfjöll Bleikfjöll og blá pils strákapils.

katrín anna sagði...

It's a deal :)

Nafnlaus sagði...

Þá bara hafið þið það þannig í ykkar fjölskyldu. Ekki troða þessum hugmyndum ykkar yfir á annað fólk. Það er enginn að banna ykkur að ala ykkar börn upp með þessum hætti. Þið getið skipt út litum eða svissað kynjahlutverkum milli barnanna ykkar alveg eins og ykkur sýnist en látiði uppeldi annarra barna í friði. Það er mín krafa, amk. hvað varðar mín börn.

katrín anna sagði...

Takk fyrir þetta frábæra innlegg húmorslaus. Mætti svo vinsamlegast biðja þig um að gera sömu kröfu á leikfangaframleiðendur, þá sem búa til barnaefni og þar fram eftir götum?? Væri alveg brilliant ef allir legðu fram þá kröfu á þá sem hingað til hafa haft frjálst skotleyfi á börnin!

Nafnlaus sagði...

Ekki vera með svona vitleysu Anna. Góðir foreldrar hafa alltaf valið í hendi sér, ekki börnin, það vita þeir sem vilja vita. Þannig að ég ítreka mína kröfu til ykkar að láta uppeldi annara bara í friði, það er bara minn réttur sem foreldris. Að reyna að hafa áhrif á uppeldi annarra barna með vafasamri hugmyndafræði er allt annar handleggur en framleiðsla á leikföngum. Það vita allir sem vilja vita.

katrín anna sagði...

Alltaf gaman þegar handhafar sannleikans slysast hingað inn...! :-o