mánudagur, mars 10, 2008

Hrósið fær

Manuela Ósk fyrir að tala opinberlega um afleiðingar konusýninga. Ég hef lengi beðið eftir því að einhver fegurðardrottninganna rjúfi þögnina sem umlykur þessa hlið á keppninni. Mantran um styrkingu sjálfsmyndar er endurtekin í sífellu en fáar þora að tjá sig um neikvæðu afleiðingar þess að vera metnar eftir útlitinu. Nú hefur Manúel Ósk rofið þögnina og óskandi að fleiri fylgi í kjölfarið og standi með henni. Konusýningar hafa þó ekki eingöngu áhrif á þátttakendur heldur líka á samfélagið - og hvernig konur og stúlkur eru metnar - bæði af konum og körlum, stúlkum og drengjum. Slagorðið sem rauðsokkurnar birtust með þann 1. maí 1970 „manneskja ekki markaðsvara“ er í fullu gildi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Karlasýningar eru hinsvegar í lagi.

katrín anna sagði...

það er þín skoðun, ekki mín.

Hringbrautin sagði...

Flott hjá Manuelu. Hún þorir, getur og vill. Frábært.

Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála. Fannst þetta flott viðtal við Manuelu. Hún sýnir þessa hlið sem mér hefur fundist þátttakendur í fegurðarsamkeppnum vera allt of feimnar við að viðurkenna að sé til staðar.

Nafnlaus sagði...

Hvar er þetta viðtal við hana "nöfnu mína" byrt?

katrín anna sagði...

hún nafna thín var í Fréttabladinu á laugardaginn. Hluti birtur nedst á forsídu en vidtalid í heild inn í blaðinu. Endilega kíktu á thad :)

ErlaHlyns sagði...

Mér finnst þetta virkilega gott og þarft framtak hjá Manúelu. Hún er hugrökk ung kona.