fimmtudagur, mars 27, 2008

Skemmtilegt ;)

30 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér fannst flott hjá strákunum að svara þessu og láta fólk vita að þeir láta hæfni ráða meira en kyn fólks.

Í þessu tilviki var greinilegt að ekki nógu margar og hæfar stelpur buðu sig fram eða voru tilnefndar.

Þetta er svona eins og það fundust ekki nógu margir hæfir karlar í jafnréttisráð, hvorki hjá borginni né ríkinu.

Svona virkar jafnrétti.

katrín anna sagði...

Ha!? - virkar jafnrétti þannig að það séu engar stelpur í Verzló sem eru hæfar til að sitja í nemendaráði?? Þú segir fréttir... ertu búinn að láta rétta aðila vita?

Nafnlaus sagði...

Já, ég seigi fréttir sem ég las í fréttablaðinu. Svona raðast þetta stundum, sumstaðar eru fleiri hæfir karlar og sumataðar eru fleiri hæfar konur. Svona er lífið óreiðukennt. Það væri náttúrulega algjör firra ef að strákarnir hefðu verið látnir víkja fyrir stelpum sem eru ekki jafn hæfar. Ef við ætlum að vera svona upptekin að það skipist alstaðar jafn í ráð og stöður þá þurfa hæfustu einstaklingarnir oft að víkja.

Svo eru kynin líka með mismunandi hæfileika, það fer enginn að neita því.

katrín anna sagði...

Skil vel að þú sért nafnlaus - að halda því fram að strákarnir í nemendaráðinu séu þar vegna þess að þeir séu hæfari en stelpurnar er ekkert annað en argasta karlremba. Málið er nefnilega ekki þannig að þetta skiptist á milli kynja - mynstrið er karlar, karlar og fleiri karlar. Þó það sé undantekning að nemendaráðið skipi eingöngu karlar þá er það ekki undantekning að stelpurnar séu í miklum minnihluta.

Annars væri nú gott að fá rökstuðning á því af hverju þessir strákar séu hæfari en allar stelpurnar í Verzló að þínu mati... Á hverju byggir þú það mat? Er búið að gefa öllum nemendum hæfnisstimpli byggðan á einhverjum áreiðanlegum mælikvörðum? Eða ertu bara að bulla þetta með hæfnina...?

Nafnlaus sagði...

Flestir þessara eintaklinga voru langhæfastir í skólanum til að gegna þeim störfum sem þau voru kjörin í. Það er enginn í skólanum sem kemst með tærnar þar sem þessir einstaklingar hafa hælana.

Mér finnst það nokkuð kalt hjá þér að segja að þessir strákar séu ekki hæfastir. Hver ert þú til að efast um hæfni þessara stráka ? Veist þú eitthvað um málið annað en að meirihlutinn er strákar ? Held ekki, og samt leyfirðu þér að koma með þessa sleggju dóma um hæfni þeirra.

Og afhverju fer það svona í taugarnar á þér að ég noti nafnleind ? Hverju breiti það? Ekki neinu nema því að þá færðu ekki tækifæri til að úthúða mér persónulega af því að ég er þér ekki samála þér. Þú ert dugleg að kúka yfir þá og kalla þá öllum illum nöfnum !!! Finnst stundum að þú ættir að fara koma með röksemdir fyrir því sem þú ert að segja. Þú lifir greinilega í heimi tilfinninga ekki staðreynda eins og við flest gerum.

katrín anna sagði...

nafnlaus vertu kurteis eda eg nota delete takkann.

Sidan er thad otrulegur hroki og karlremba ad halda thvi fram ad ekki ein einasta stelpa í Verzló sé hæf í nemendarádid. Fyrsta flokks tilfinningarök ad halda slíku fram og gersneytt bædi skynsemi og virdingu fyrir konum. Thad er hins vegar mjög svo í anda thess hugsunarháttar sem réd ríkjum fyrir thann tíma sem konur fengu kosningarétt. Thá voru líka ansi margir sem báru enga virdingu fyrir vitsmunum kvenna eda mikilvægi thess ad bædi kyn mótudu heiminn med thátttöku í opinberum embættum.

katrín anna sagði...

ps. Ágætt ad rifja upp í thessu samhengi hugtakid sem Sigurdur Gudmundsson myndlistarmadur kynnti til sögunnar um thann einstaka hæfileika ad takast ad líta fram hjá hæfni kvenna. Hann kalladi thetta andlega samkynhneigd karlmanna.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Þú getur ekki sagt að ég hafi verið dónalegur í síðasta kommenti. Ég var þér bara algjörlega óssamála og bennti þér á galla í röksemdarfærslu þinni.

Lýsandi fyrir femínista á Íslani í dag. Ekki taka neitt til greina nema sitt þrönga sjónarhorn.

Nafnlaus sagði...

Katrín, þú tekur hlutina svo æðislega úr samhengi í öllum þessum kynjaumræðum þínum að ég tísti stundum af hlátri.
Endilega haltu þessu áfram, þetta er óborganlegt.

Nafnlaus sagði...

Katrín, lærðu að lesa, hann sagði hvergi að engar konur væri hæfar til að gegna embættunum,hann benti einfaldlega á að í þessu tilviki hefðu karlarnir verið hæfari en þær konur sem buðu sig fram

Hringbrautin sagði...

Katrín Anna - þú ert snillingur.

Nafnlaus sagði...

Já katrín er snillingur í að snúa útúr hlutunum og koma fram mel lélegar röksemdarfærslur. Hún er líka snillingur í að gera femínstafélag Íslands að óaðlaðandi félagi, bæði fyrir konu og karla. Eins og maður er nú mikill femínisti þá er þetta synd.

katrín anna sagði...

karlrembur.... :-|

Valur sagði...

Já. Því er ekki að neita að verslingar geta verið skemmtilegir. En svo er náttúrulega líka til það sem kallast of mikið af hinu góða. Ég var í versló tæpum tíu árum á undan þessum ágæta og málefnalega nafnlausa og þá á viðskiptabraut í bekknum með að mig minnir skakkasta kynjahlutfallið. Mig rámar mjög vel í þennan móral og finn til samúðar þegar þú segir karlrembur Katrín.

katrín anna sagði...

já kannski fatta their einhvern daginn ad kosning tryggir engan veginn ad hæfustu einstaklingarnir komist ad... Hélt bara ad allir hefdu verid med thad á hreinu eftir ad Bush komst ad sem forseti Bandaríkjanna ;)

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
katrín anna sagði...

Skil ekki hvað þessir nafnlausu eru tregir í kurteisinni...

Svo má bæta því við að Bush var endurkjörinn... eins og allir vita. Einnig má bæta því við að það er ekkert sem segir að Gore, Kerry eða Bush séu endilega hæfastir í jobbið þó valið hafi eingöngu staðið um þá.

Síðan er aldrei hægt að tala um raunverulegt lýðræði þegar annað kynið er alfarið í valdastöðum.

En segi svo eins og Valur Þór. Skil að einhverju leyti þessa varnarstöðu. Enginn vill trúa því að hann sé í sinni stöðu í krafti kyns. Einn af dragbítunum á jafnrétti er einmitt þessi afneitun á að kynin sitja ekki við sama borð - og vöntun á að sjá að það skiptir máli fyrir lýðræðið að bæði kyn séu í valda- og áhrifastöðum í svipuðum mæli.

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það vandamál þessara stráka að ekki fleiri en 3 af þeim 20 nemendum sem buðu sig fram voru kvenkyns?

Hvernig er það vandamál þeirra að þeir voru kosnir af nemendum, sem nota bene eru 60% kvenkyns?

Hvernig er það vandamál nokkurs yfir höfuð þegar að einhverjir einstaklingar, hvers kyns sem þeir gætu verið, hafa sig ekki sjálfir frammi?

Jafnrétti felur í sér jöfn tækifæri og þau eru til staðar - síðan er það upp undir hverjum og einum komið að taka þátt og hafa áhrif. Það að kvabba yfir þessu er sambærilegt kommenti Guðnýjar Halldórsdóttir, þegar hún talaði um "ömurlega drengjaveröld" og fannst skítt að það væru bara strákar í einhverjum kvikmyndakúrs í MR. Kvikmyndakúrs sem var nota bene VALfag.

katrín anna sagði...

Nafnlaus það er vandamál þegar þannig umhverfi skapast að það fælir konur frá embættum eins og nemendaráði.

Það er líka vandamál að nemendaráð sé eingöngu skipað körlum. Það flokkast ekki sem lýðræði að raddir kvenna heyrist ekki.

Það hefur oft verið bent á það í jafnréttisbaráttunni að uppeldi hér sé mjög kynjað, viðhorf og viðmót til kynjanna ólík og það leiði til ólíkra og ójafnra tækifæra þegar fram í sækir. Nemendaráðið í Verzló er eitt dæmi um það og auðvitað á skólinn að láta sig það varða. Ekkert í jafnréttisbaráttunni hefur komið af sjálfu sér. Það tók 30 ár að berjast fyrir kosningaréttinum. Baráttan fyrir jöfnum launum er búin að taka yfir 100 ár og er enn ekki lokið. Baráttan fyrir skilningi á því að mörgu þarf að breyta til að jafnrétti náist á ennþá á brattan að sækja. Svona mætti lengi áfram telja.

Jafnréttissinnaðir einstaklingar myndu sjá undir eins að karlkyns nemendaráð er ekki boðlegt - ekki heldur þó strákarnir þar séu hæfir og frábærir á flesta kanta. Það er mikilvægt í jafnréttissamfélagi að raddir beggja kynja hljómi og komi að því að skapa samfélagið - nú eða félagslífið...

Að sú staða sé komin upp í Verzló að bara strákar séu í nemendaráðinu og að örfáar stelpur hafi verið í framboði ætti að vera stórt wake-up call fyrir skólann um að eitthvað sé að. Þetta er ekki eðlilegt ástand og, eins og ég sagði áður, myndi ekki gerast í jafnréttissinnuðu/-meðvituðu umhverfi. Það að ríkja skuli sátt um að eingöngu séu þarna strákar segir kannski sína sögu um málið.

Nafnlaus sagði...

Ég hef nú ekki séð þig kvarta undan því ráði Reykjavíkurborgar sem eingöngu er skipað kvenmönnum. Eða skipta mannréttindi karlmenn kannski engu máli?

katrín anna sagði...

Þú fylgist ekki með - mannréttindanefnd er skipuð 4 karlmönnum og 3 konum. En endilega reyndu að nota smjörklípuaðferðina frekar en að horfast í augu við að það yfirmáta hallærislegt og úrelt að hafa bara stráka í nemendaráði! ;)

Nafnlaus sagði...

Það mátt kalla okkur karlrembur en við megum ekki kalla þig kvennrembu. Eða var einhver önnur ástæða fyrir því að þú strokaðir kommentið út. Svo lýgur þú og segir að ég hafi verið dónalegur.

Nafnlaus sagði...

Já svo þarftu að hætta að röfla um þennan kosingarétt kvenna, talaðu frekar um kosningarétt annare en eignamanna. Meiri hluti karla fékk kosningarétt á sama tíma og konur, rétt skal vera rétt. En þetta er enn ein staðreyndin sem þú hnikar til til að hún henti þínum málstað.

katrín anna sagði...

Strákar - þið eruð hér í skjóli nafnleyndar. Það er lágmark að þeir sem ekki þora að tjá sig undir nafni séu kurteisir - svona fyrst þið þorið ekki að standa og falla með ykkar skoðunum og skrifum. Reynið nú að skilja þetta í eitt skipti fyrir öll.

Svo verður líka að vera innistæða fyrir orðum eins og karlremba og kvenremba... Sem er auðvitað munurinn á því sem ég segi og því sem þið segið ;)

Og já, það er alveg rétt að margir karlar fengu kosningarétt um leið og konur. Breytir ekki þeirri staðreynd að á undan því voru bara karlar með kosningarétt og þar af leiðandi var hér karlaveldi - ekki þar með sagt að allir karlar hafi haft hér sömu völd. Árið 1915 fengu heldur ekki allar konur kosningarétt - eða réttindi á við karla.

Það gagnast ekki að koma með upplognar sakir... í skjóli nafnleyndar... Bentu vinsamlegast á heimildir þess efnis að ég hafi hnikað til þeirri staðreynd að það var líka hluti karla sem fékk kosningarétt árið 1915. Ég gúddera alveg nafnlausar málefnalegar umræður en þegar þið komið hingað til að vera með dónaskap og upplognar sakir þá á ég ekki í neinum vandræðum með að ýta á delete takkann.

Nafnlaus sagði...

Það ríkir sátt um að þeir einstaklingar sem sóttust eftir því embætti, voru lýðræðislega kjörnir. Sem betur fer er lýðræði ekki grundvallað á kyni, því þá væri það vart lýðræði.

Staðreyndin er sú að allir, hvort sem þú ert með einhvern hala framan á þér eða ekki, hafa jafnan aðgang að þessum embættum og það er afar leiðinlegt að gera metnaðargjarna stráka, sem lögðu sig fram við að ná þessum embættum, ábyrga fyrir framtaksleysi stelpna í Verlsunarskólanum.

Mér þætti reyndar áhugavert að vita hver hlutföll eru að meðaltali í stjórnum nemendafélaga menntaskóla, því ég held (án þess þó að hafa eitthvað fyrir mér í því) að þau séu frekar jöfn að öllu jöfnu og að þetta sé frekar frávik en regla. Allavega voru kynjahlutföllin frekar jöfn þegar ég var í menntaskóla.

Hvað uppeldi varðar, þá hallar nú meira á stráka en stelpur í hvatningu þessa daga, sbr. hversu hratt gengur á raðir þeirra eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu. Og mér finnst heldur leiðinlegt að sjá þegar barist er einhliða fyrir velferð eins hóps umfram velferð annars.

Ég leit á síðu feministafélagsins og mér fannst þar réttur póll tekinn í hæðina, að hvetja stelpurnar til að sýna hvað í sér býr. Það græðir enginn á því að fá nokkuð rétt í hendurnar - jákvæð mismunum á blökkumönnum í Bandaríkjunum hefur leitt það í ljós, þar sem það er óánægja meðal margra í þeirra röðum með að verðleiki þeirra rýrist vegna neikvæðrar skynjunar á árangur þeirra.

Ég vil ítreka að það er upp undir hverjum og einum komið að taka þátt. Það kemur ekki neinum við, hvorki skólayfirvöldum, jafnréttisráði eða nokkrum yfirhöfuð, hver kynjahlutföll eru í nemendaráði, hafi lýðræðislega verið að verki staðið. Sem og var gert í þessu tilfelli. Það er engum greiði gerður með því að skikka fólk í stöður sem það kærir sig ekki um.

Annars hefði ég haldið að verslóstelpurnar séu bara almennt skynsamari en strákarnir að taka ekki þátt í þessu rugli. Allar kosningar eru einhvers konar vinsældapat og persónulega hefur mér alla tíð fundist eitthvað bogið við fólk sem sækist eftir völdum yfir öðrum. Að auki fer mest allur tími nemendaráða í sukk og vitleysu og þeim mun minna í lærdóm.

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu að ég ruglaðist á orðinu er og var þar sem ég var einfaldlega búinn að steingleyma því að samfylkingin og vinstri grænir misstu völd í borginni enda löngu hættur að nenna að fylgjast með þeim farsa sem er búinn að vera í gangi þar.... ég skal leiðrétta setningu mína og spyrja á ný hvers vegna þú varst ekki með nein læti þegar að mannréttindanefnd reykjavíkurborgar var einungis skipuð kvenmönnum

katrín anna sagði...

Ef þú leitar á blogginu mínu þá finnur þú svarið.

Varðandi spurninguna um af hverju að þeir strákar sem eru í nemendaráði eigi að bera ábyrgð þá er svarið að við berum öll ábyrgð. Þeir eru núna komnir í leiðtogahlutverk og bera þá ábyrgð umfram aðra nemendur skólans í því að skapa umhverfi og andrúmsloft sem er ekki fjandsamlegt konum. Hér hafa komið fram greinileg viðhorf um að þessir strákar séu hæfari en allar konurnar í Verzló. Það er sorglegt viðhorft og algjörlega í anda gamalla tíma (sem er víst líka nútíminn) þar sem karlar treystu öðrum körlum best til að vera í forystu.

Nafnlaus sagði...

Það hefur enginn hérna sagt að karlar séu almennt hæfari en konur að sinna stjórnunarstöðum. Hættu að snúa út úr því sem er sagt til að það henti því sem þú ert að reyna koma á framfæri. Að karlmenn séu almennt karlrembur og trúi því sem þú ert að segja, að þeir telji karla almennt hæfari en konur til að stjórna. Það er kannski tilfinning þín en ekki okkar strákan.

Þessir tilteknu drengir voru hæfari og lýðræðislega kjörnir, það er það sem skiptir máli. Ég þekki líka til þar sem konur eru í meirihluta og þar er það þannig að því að konuirnar eru hæfari( það er á barnaheimilum, djók....)

Nafnlaus sagði...

Mér fannst nú núverandi og fráfarandi forsetar NFVI svara þessari bull-gagnrýni á nemendafélagið mjög skilmerkilega í Mogganum um daginn.

En þar kom einmitt fram að í fyrra var meirihluti stjórnar skipuð af konum og ef litið er á sögu seinustu ára þá sést að kynjahlutfallið er mjög jafnt.

Fyrir utan að ef nemendafélagið er skoðað í heild sinni, ekki bara hverjir sitja í stjórn nemendafélagisns heldur líka í stjórnum og nefndum minni félaga innan skólans, sést að konur eru í meirihluta í nemendafélaginu.
Og hana nú. Ekki meira kjaftæði um að karlar séu upphafnir meira en konur í lýðræðislegum kosningum. Tölurnar tala sínu máli.