fimmtudagur, mars 27, 2008

Sama kúgunin

Það stóð til að halda fyrirlestur í tilefni af frönsku vikunni þar sem m.a. átti að ræða um hið alræmda slæðubann sumra Vesturlanda. Þegar umræða um slæðubann ber á góma hef ég ávallt komist að þeirri niðurstöðu að Vesturlandabúum sé ekki stætt á að banna slæður en leyfa á sama tíma alla þá kúgun sem Vestrænar konur búa við. Ég myndi vilja sjá fjallað um þetta samhliða. Að hylja konur eða berstrípa þær – þetta er sitthvor hliðin á sama peningnum. Sama kúgunin, mismunandi birtingarmynd. Í báðum tilfellum er verið að afmennska konuna – breyta henni í hlut. Ef annað er leyft – af hverju þá ekki bæði? Eða ef annað er bannað – af hverju ekki þá bæði? Mér finnst eitthvað skjóta svo skökku við að banna konu að hylja sig á almannafæri af því það er kúgun en leyfa sömu konu í nafni frelsis að liggja allsber upp á barborði á meðan karlmenn sleikja af henni salt og sítrónu og fiska tekílastaup upp úr naflanum á henni.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

góður punktur!
Kata

Nafnlaus sagði...

Í flestum þeim löndum þar sem slæðunotkunin er við lýði, er fáklæddum konum yfirleitt mjög illa tekið. Slæðan er kúgunartákn eins og þú segir í þessum löndum og stuttu pilsin og þröngu fleygnu bolirnir kúgunartákn vesturlanda.

Finnst þér þá jafn fáránlegt að hin fáklædda vesturlandakona þurfi að klæða sig betur í þessum austurlöndum? Ef þetta er sitthvor hliðin á sama peningnum þá ætti það að vera jafn fáránlegt að vesturlandaglennurnar meigi ekki spígspora fáklæddar í þessum löndum.

Auðvitað er hægt að segja að það sé hræsni fólgin í því að vesturlandabúar séu að berjast gegn kúgunartákni annara landa þegar við gerum lítið til að eyða kúgunartáknum úr okkar eigin samfélagi. Ég hinsvegar hlusta ekki á svoleiðis vitleysu.

Við eigum að berjast gegn kúgun jafnvel þó við séum of blind til þess að sjá það sem okkur stendur næst. Þá gætu kannski austurlöndin sem hafa aðrar kúgunaraðferðir bent okkur á það sem við sjáum ekki.

Við eigum ekki að samþyggja spillingu í löndum í kringum okkur af því að spilling viðgengst á Íslandi, við eigum ekki að samþyggja ofbeldi í öðrum löndum af því að ofbeldi viðgengst á Íslandi, við eigum ekki að samþyggja ójafnrétti í öðrum löndum af því að ójafnrétti ríkir á Íslandi

Við eigum ekki að samþyggja kúgunartákn annara landa af því að við höfum kúgunartákn á Íslandi!

katrín anna sagði...

Nei manuel - alveg sammála því. En það er eitt að samþykkja og annað að banna. Það væri algjör hræsni að segja að nauðgun ætti að vera bönnuð í Noregi en leyfð hér - eða að það væri bannað að nauðga konum af ákveðnu þjóðerni en ekki öðrum.

Ástæðan fyrir því að fáklæddum konum er illa tekið í þeim löndum þar sem slæðunotkun er við lýði er ekki vegna þess að það er tákn um kúgun Vesturlandanna á konum heldur út af allt öðru... þess vegna er ekki alveg sambærilegt að snúa þessu við. Það væri nær að segja að barist væri fyrir því að fá slæðuna bannaða af því að karlar hér vilja hafa konur fáklæddar - og kúgun væri yfirskinið.

Ef það á að fara þá leið að banna slæðurnar (eða búrkurnar) þá verða Vesturlöndin að hysja upp um sig buxurnar og taka til í eigin ranni.

Nafnlaus sagði...

Alveg rétt hjá þér Katrín. Umræðan um muslima og td klæðaburð kvenna er oft svo einfeldingsleg og þekkingarlaus að með miklum ólíkindum er.

Td. er eins og sumir haldi að núverandi klæðnaður kvena á V-löndum hafi alltaf verið eins og í dag. Móðir mín man eftir því þegar konur fóru að ganga í buxum á Ísl. !! Það var bara í gær !

Nafnlaus sagði...

Ef að það er svona mikil hræsni fólgin í því að banna kúgunartákn annara landa af því að við það eru kúgunartákn í okkar samfélagi þá verður bara að hafa það!

Það er líka hræsni í að fordæma lönd sem leyfa vændi því það er leyfilegt hér. En það skiptir engu máli, við fordæmum það þá bara bæði hér og ytra.

Það er líka hræsni fólgin í að fordæma bága stöðu kvenna í öðrum löndum en Íslandi þar sem að konur standa enn halloka hér. En það skiptir engu máli við verðum þá bara að vinna í okkar málum líka.

Það er hræsni að ætla að meina erlendum glæpamönnum (t.d vítisenglum) inngöngu í landið á meðan Ísland er uppfullt af glæpamönnum. En það skiptir engu máli þá bara reynum við að vinna í okkar málum líka.

Ef við þurfum að vera fullkomin til að geta gagnrýnt aðra mun aldrei neinn standa upp gegn óréttlæti.

Heldur vill ég þá berjast gegn ranglæti og vera kallaður hræsnari en að sitja hljóður meðan ranglætið grasserar, af því að ég er ekki fullkominn.

Þannig að ég er sammála því að reynt verði að koma í veg með þessum hætti fyrir slæðuna. Í því samfélagi sem við búum í núna er eitt sem okkur vantar alls ekki, og það er fjölbreyttari byrtingamyndir kúgunar kvenna.

katrín anna sagði...

Sammála þér í því að það þurfi að berjast gegn þessari kúgun - en ef það á að fara að banna... þá þarf að taka stærri pakka - t.d. hið klámvædda opinbera rými. Það væri ágætisbyrjun.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.