þriðjudagur, mars 25, 2008

Mr. Earl Guðmundsdóttir

Já það er gott að vera kona - þó ekki væri nema vegna þess að það er hér um bil ómögulegt að falla fyrir svikahröppum sem lofa þér háum arfi eftir látinn ættingja... einhvern sem hét Mr. Earl Guðmundsdóttir!

3 ummæli:

t. sagði...

Hahaha - mamma fékk líka svona bréf frá fjarskyldum ættingja sínum - Richard Pétursdóttir hét hann - vellauðugur í Bretlandi. Lögfræðingur hans sem skrifaði bréfið var himinlifandi yfir að hafa fundið hana, konu með sama ættarnafn og Richard. Það eru nú nokkrar Pétursdætur á Íslandi, en mamma var greinilega útvalin. Fyndið að þessi svindlarar kynni sér ekki venjur um fjölskyldunöfn áður en þeir senda svona pretti út um allt land.

Nafnlaus sagði...

Merkilegt með þessa Earl-a, ég er löggiltur erfingi Mr.Earl Sigurðardóttir frá Gambíu.

katrín anna sagði...

Já greinilega vinsælt nafn hjá nylátnum íslenskum Afríkuförum...