föstudagur, mars 14, 2008

Til hamingju með daginn! :)

Til hamingju með daginn! Í dag er Femínistafélag Íslands 5 ára - en mér líður næstum eins og það hafi verið stofnað í gær. Tíminn er svo fljótur að líða. Tilvist Femínistafélagsins umturnaði mínu lífi því þar fann ég loksins vettvang til að beita mér fyrir mínum hjartans málum. Takk fyrir það :)

Við ætlum að sjálfsögðu að halda upp á afmælið. Svona byrjum við - og svo kemur meira seinna. Afmælishátíðin stendur alveg til 1. apríl en þá var framhaldsstofnfundur félagsins haldinn.
***

Í kvöld, föstudag hefst afmælishátíð Femínistafélags Íslands með femínískri mínútumyndakeppni í Norræna húsinu. Katrín Anna Guðmundsdóttir fyrrverandi talskona Femínistafélagsins setur hátíðina og hefst hún kl. 20:30. Að lokinni kvikmyndasýningu verða skemmtiatriði og léttar veitingar.

Á þriðjudagskvöld (18. mars) verður karlahópur Femínistafélagsins með dagskrá á Grand rokk undir yfirskriftinni "Andfemínismi: Er í lagi að hata femínista?". Það hefst kl. 20.00,

4 ummæli:

ErlaHlyns sagði...

Til hamingju, sömuleiðis. Og takk fyrir síðast.
Er búin að uppfæra tengil!

Hringbrautin sagði...

Til hamingju. Mikið fannst mér gaman í afmælinu. Áfram stelpur áfram!!!

Nafnlaus sagði...

Sæl Katrín,

ég gerði athugasemd við færslu þína um vændi frá 10. mars. Mér þætti vænt um að heyra hvað þú hefðir um hana að segja.

Kveðja,
Þórdís H

katrín anna sagði...

Þórdís svarið er komið í sömu færslu.

Erla og Beta - já var rosagaman :) Frábærar stuttmyndir.