mánudagur, apríl 28, 2008

2 góðar fréttir

Sú fyrri er að viðskiptavinir Íslandspósts hafa aftur öðlast frelsi til að afþakka fjölpóst. Fjölpóstur eru óumbeðnar, óumhverfisvænar auglýsingar sem geta kostað fyrirhöfn og draslsöfnun. Neytandinn lendir í að þurfa að greiða förgunarkostnað (eða sitja uppi með samviskubit yfir að endurvinna ekki) fyrir auglýsingar sem hann eða hún vildi ekki fá fyrir það fyrsta. Ég hringdi í þjónustuver Íslandspósts og komst að því að „þjónustan“, þ.e. að dreifa fjölpósti ekki á þau heimili sem segja „nei takk“ hefst 15. maí.

Hin góða fréttin er sú að Auður Capital hefur fengið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki! Til hamingju Halla og Kristín! :)

Engin ummæli: