laugardagur, apríl 05, 2008

Sjöund


Fór á sýninguna Sjöund í Þjóðminjasafni áðan. Þar leiða saman hesta sína snillingarnir Sóley Stefánsdóttir hönnuður og Gunnar Hersveinn rithöfundur. Sjöund samanstendur af ljóðum Gunnars og hönnun Sóleyjar. Útkoman er einstök - ljóðaumslag sem hægt er að senda í pósti auk þess sem ljóðið er til sem mynd sem hægt er að hengja upp á vegg í staðinn fyrir að loka inni í bók. Sýningin verður opin til 19. apríl í Þjóðminjasafninu. Endilega kíkið við...

Til hamingju Sóley og Gunnar :)

Engin ummæli: