mánudagur, apríl 07, 2008

Allt í blóði

Horfði á lokaþátt Dexter í gær. Alltaf jafn hissa á Hunts auglýsingunni fyrir þáttinn. Boxari í rauðum stuttbuxum og með boxhanska hefur leikinn með höggi, síðan er það Hunts og Dexter - allt í blóði. Ég efast einhvern veginn um að mörgum Hunts neytendum finnist spennandi tilhugsun um að vera að gæða sér á blóði þegar tómatsósunni er skellt á diskinn. Velti fyrir mér hvaða markaðsfræði er þarna á bak við, tómatsósa = blóð, tómatsósa = blóð, tómatsósa = blóð. Hvað gerist þegar Hunts nær að festa þessa tengingu í sessi? Efast um að salan aukist...

Engin ummæli: