miðvikudagur, apríl 02, 2008

Hvað myndir þú gera?

Femínistar „lenda í því“ að standa frammi fyrir ótrúlegustu siðferðisspurningum. Hér er ein sem dæmi: Í gær var ég veislustýra á Afmælishitti Femínistafélagsins. Eins og mín er von og vísa var ég orðin alltof sein hérna heima en átti enn eftir að gera tvennt - og hafði bara tíma fyrir eitt. Spurningin sem ég þurfti að svara var þá:

Hvort á ég að borða kvöldmat eða mála mig?

Hvað myndir þú gera? Hvað heldurðu að ég hafi gert? ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held að þú hafir sleppt að mála þig.

Ef ekki ætla ég gjörsamlega að missa mig í umræðu um hversu falskur málflutningur femínista sé varðandi útlitsdýrkun... djók.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
katrín anna sagði...

Hehe - er ekki til bók sem heitir Missum okkur?

Annars fór ég þriðju leiðini - gerði bæði og mætti of seint ;)

katrín anna sagði...

leiðina - átti þetta víst að vera