þriðjudagur, apríl 01, 2008

Síðasti í afmæli

Jæja þá er 5 ára afmælið hér um bil búið. Endaði á frábærri aðgerð fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur - afraksturinn má sjá á myndinni! Takið sérstaklega eftir klórbrúsanum vinstra megin við borðann! Mikið fjölmenni mætti fyrir utan Héraðsdóm enda er langskemmtilegast að fá aktivismann beint í æð :)

Hittið heppnaðist ljómandi vel. Fjöldinn allur af femínistum sem mættu og fullt af skemmtilegum erindum og umræðum - að ógleymdri stuttmyndinni Brjótum upp formið sem er tær snilld! Nánari fréttir af því verða inn á nýju heimasíðu Femínistafélagsins von bráðar...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ, alltaf jafngaman að kíkja hérna inn og skoða vangaveltur. Mig langar svo að vita meira um prakkarastrikið fyrir utan héraðsdómshúsið.. Ég skil ekki það sem stendur og afhverju klórbrúsi er þar?

kv.Kristín

(kann ekki á dótið hérna fyrir neðan..)

katrín anna sagði...

hæ kristín. Textinn vísar til thess ad thad liggur meira á ad gera vid inni í heradsdómi en úti. Klórbrúsinn táknar ad thad thurfi sterk efni til ad hreinsa almennilega til í thessu grútmyglada réttarkerfi

katrín anna sagði...

hæ kristín. Textinn vísar til thess ad thad liggur meira á ad gera vid inni í heradsdómi en úti. Klórbrúsinn táknar ad thad thurfi sterk efni til ad hreinsa almennilega til í thessu grútmyglada réttarkerfi