þriðjudagur, apríl 29, 2008

Konur eru Japanir

Hlustaði á viðtalið við Kristínu Péturs og Höllu Tómas í Morgunvaktinni í morgun. Ég hef ofurtrú á þeim stöllum og held þær eigi eftir að breyta fjármálageiranum til hins betra. Það kom fram í viðtalinu að konur hugsa oft lengra fram í tímann en karlar, sem láta þá væntanlega skammtímasjónarmið frekar ráða för í ákvarðanatöku. Þegar ég var í viðskiptafræðinámi var andstæðuparið ekki karlar vs konur heldur Kanar vs Japanir. Þá var það Kaninn sem var í skammtímahugsuninni en Japanir í langtímahugsun.

Samkvæmt þessu ætti eðlishyggjufólk að komast að þeirri niðurstöðu að konur séu Japanir ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fín grein hér: http://euforus.blogspot.com/2008/05/curse.html

Lifðu heil..