þriðjudagur, október 11, 2005

Killer instinctið fær að njóta sín!

Vegna ítrekaðra áskoranna frá sjálfri mér og Steini Loga Björnssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar - frá morgunverðarfundinum góða - hef ég ákveðið að láta killer instinctið mitt stíga fram í dagsljósið og láta þrýsting samfélagsins lönd og leið...

Hahahahahahahaha - hrikalega var það gott á Valsstelpurnar að tapa 8-1 eftir þessa hallærislegu og undirgefnu auglýsingaherferð sem þær fóru í! LOL :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt viðtal við eina Valsstúlku í útvarpinu fyrir leikinn. Þar sem spurt var um þessa auglýsingu. Svarið var "Karlarnir sýna alltaf sinn stuðning þegar karlaliðin spila og mæta á völlinn. Konur sýna næstum engan stuðning og sama hvað við reynum að fá konur á völlinn þá sýna þær aldrei sinn stuðning. Þess vegna verðum við að fá karlana til að sýna okkur stuðning" (man þetta ekki orðrétt).

En að sjálfsögðu viljum við að stúlkunum gangi vel... er það ekki? Þó svo að þessar auglýsingar séu jú ekki góðar þá verður maður að vera stoltur af stelpunum okkar!

Nafnlaus sagði...

Og karlar geta þá ekki sýnt konum stuðning nema þær séu komnar á nærbuxurnar og hægt sé að setja þær í runkminnið. Þetta er alveg fáránleg ummæli að mínu mati og niðrandi bæði fyrir konur og karla. Lýsir viðhorfum sem eru full af kvenfyrirlitningu.
Ég er síður en svo stolt af stelpum sem telja þetta vera leiðina til að fá fólk til að fara á leikinn. Skammast mín fyrir hönd íslenskra kvenna, hitt liðið heufr örugglega séð þennan ópófessionalisma hjá stúlkunum. Svo er líka umhugsunarefni að eldri flokkar eru alltaf fyrirmyndir þeirra yngri í svona íþróttum, ef ég ætti dóttur sem spilaði með Val myndi ég vera mjög ósátt. Ég er sammála Kötu, gott á þær að tapa.

Nafnlaus sagði...

Úff...þetta er nákvæmlega það sama og ég hugsaði...vissi ekki alveg hvort ég ætti að segja frá því!