mánudagur, apríl 17, 2006

Bomm bomm bomm

Þegar við bjuggum í Gnoðarvoginum var unglingurinn í íbúðinni fyrir neðan okkur stundum að æfa sig á píanó. Mér fannst það mjög ljúft - ólíkt Ragnari á 2. hæðinni sem kvartaði hástöfum. Nýlega byrjaði svo strákurinn í húsinu við hliðina á að æfa sig á trommur - mér til ánægju og yndisauka. Er eiginlega furðu lostinn yfir því að mér finnst það næstum jafn gaman og píanóið. Fyrirfram hefði ég búist við að það væri algjör martröð að hafa trommara í næsta húsi!

Engin ummæli: