miðvikudagur, apríl 26, 2006

Magadans

Enn eina ferðina eru heitar umræður um magadans á umræðupóstlistanum. Ég skil ekki af hverju þær umræður verða alltaf svona heitar - en það virðist sem allir aðilar hafi einhvern veginn mjög sterka skoðun á þessu. Þar sem póstlistakonur (og einstaka menn) eru alls ekki sammála þá verður umræðan mjög tilfinningaþrungin - og pirrandi á löngum köflum. Sjálf þyrfti ég að fara að stoppa á skeytaflæðið frá sjálfri mér - þarf bara alltaf að svara einhverju. Best ég láti af því, skelli einhverri góðri tónlist á fóninn og hypji mig inn í herbergi að dansa! Best að passa upp á að sýna enga erótíska tilburði eða mjaðmasveiflur - og vera sómasamlega klædd. Þannig veld ég allavega aðdáendum "magadans hvar og hvenær sem er" ekki vonbrigðum ;) Víst komið nóg af því í bili.

Engin ummæli: