mánudagur, apríl 10, 2006

Femínismi - besti vinur frjálshyggjunnar

Held stundum að ég sé frjálshyggjulegar sinnuð en flestir sem aðhyllast frjálshyggjuna. Samt sem áður er ég yfirleitt alltaf mjög ósammála þeim og er á því að þau misskilji frjálshyggjuna hrapallega. Mér finnst það t.d. mistök að agitera fyrir frjálshyggju en reyna ekkert til að fá markaðinn til að virka. Frjálshyggja byggist á gagnvirkum markaði - þar sem við veljum og höfnum en orðræðan í dag beinist að því að við séum frjáls og þess vegna eigi allt að vera leyfilegt og enginn að mótmæla! Sem gengur auðvitað engan veginn upp.

Engu að síður er hér "frjáls markaður" upp að vissu marki. En frjálsi markaðurinn er ekki frjálsari en svo að hann býr við alls kyns höft eins og t.d. launaleynd, þöggun og takmörk á valfrelsi. Mér finnst að frjálshyggjufólkið eigi að vera í fararbroddi í því að reyna að fá markaðinn til að virka með því að gera markaðinn þannig að það reyni á lögmál hans. Það er hægt að gera t.d. með því að auka vægi mismunandi skoðana og stuðla að auknu valfrelsi, útrýma kúgun, staðalímyndum og öðru sem hefur áhrif á "frjálst val". Ég held að sú stefna sem nú er mest áberandi - að nota frjálshyggjuna til að búa til nýtt yfirvald - atvinnurekendur og peningafólk - í stað þess að passa upp á valddreifingu, verði frjálshyggjunni að falli þegar spurt verður að leikslokum. Skondnast af öllu er þó kannski að það eru femínistarnir sem vinna harðast í því að útrýma því sem mun verða frjálshyggjunni að falli. Femínistar = bestu vinir frjálshyggjunnar!!! ;)

Engin ummæli: