laugardagur, apríl 01, 2006

Garðarshólmi

Jæja, þá er ég búin að uppfæra skjáinn minn í snertiskjá, fá mér húsnæðislán á 3% vöxtum og kaupa allt til þess að setja upp minn eigin flugvöll!!! Bara að 1. apríl væri oftar á ári.

Fór og hitti Sóley í gær. Hún er með stutta viðdvöl á landinu. Enduðum á að fá okkur að borða í miðbænum. Mjög góður matur og allt það... samt í fyrsta sinn sem ég er beinlínis hvött af starfsmanni til að fá mér einn sterkan að drekka áður en ég keyri heim! Þá er nú gott að vera femínisti og þrælvön að segja nei! Sóley sagði allt fínt. Hún er að kynna fræðasetrið Garðarshólma á ráðstefnu á Húsavík í dag. Hljómar mjög spennandi - og góður kostur í staðinn fyrir álver. Ég man alltaf eftir því þegar ég var enn "óupplýst" og ekki mikið að spá í náttúrúnni - fannst sjálfsagt má að við notuðum það af henni sem við gætum. Svo hlustaði ég á fyrirlestur hjá manni sem var einhvers konar fræðingur á sviði umhverfismála - og hann útskýrði þetta þannig að við værum að nýta allar okkar auðlindir og ráðstafa þeim þannig að þegar komandi kynslóðir taka við landinu þá hafa þau ekkert val - við verðum búin að eyða landinu áður en við látum það frá okkur. Mér fannst það góður punktur og hann fékk mig til að hugsa. Margt af því sem verið er að gera núna, eins og Kárahnjúkar og fleira þýðir óafturkræfar skemmdir á landinu. Þess vegna finnst mér það vera ábyrgðarhluti að fara hægt í sakirnar og skilja eitthvað eftir.

Engin ummæli: