fimmtudagur, mars 30, 2006

Jafnréttisstefna Hugsaðu

Ég er búin að ákveða að vera til fyrirmyndar og útbúa jafnréttisstefnu fyrir Hugsaðu ehf. Lögin segja að fyrirtæki með 25 eða fleiri starfsmenn eigi að útbúa jafnréttisstefnu en ég ætla að prófa að búa til stefnu fyrir eins manns(konu) fyrirtæki! Kostirnir eru að það verður mjög auðvelt að fá ALLA starfsmenn með í ferlið. Spurning hvort að ég reyni að virkja stjórnarformanninn með í ferlið til að fá auka input? Svo verður gaman að sjá hvernig forgangsröðunin verður - er það ekki alltaf þannig að verkefni sem eru ekki útseld sitja á hakanum? Ég birti allavega stefnuna á vefnum þegar hún verður tilbúin.

Flóknast verður eflaust svarið við spurningunni sem Haukur úr Frjálshyggjufélaginu spurði mig þrisvar sinnum að í Kastljósþætti 2003 varðandi forgangsreglu jafnréttislaga - ef mig langar til að ráða vinkonu mína í vinnu... hvað þá?

Engin ummæli: