miðvikudagur, mars 22, 2006

Klámhundafélagið KR

Gras.is auglýsti á sínum tíma:
KLÁM OG BOLTI...ÞETTA ER ALLAVEGA BYRJUNIN

KR virðist vera 100% sammála þessu. Á herrakvöldinu síðasta föstudag var félagið með uppboð á treyjum knattspyrnumanna. Mér skilst að sumar þeirra hafi verið áritaðar. Uppboðið fór þannig fram að konur frá Goldfinger birtust í salnum - íklæddar treyjunum og naríum einum fata. Þegar treyja var seld fór konan fyrir framann kaupandann og klæddi sig úr treyjunni. Gerði síðan heiðarlega tilraun til að staulast út úr salnum sem var þéttskipaður 400 karlmönnum.

Hefur einhver talað um íþróttir = góðar fyrirmyndir? Sá hinn sami er varla KR-ingur!