laugardagur, mars 18, 2006

Sorrý Patrekur

Leikhúsferð og Patreki fórnað fyrir framkvæmdir - en loksins loksins er búið að mála neðri hæðina :) Þá á bara eftir að draga í rafmagnið, finna gólfefni, gardínur, hreinsa út úr bílskúrnum - mála hann og græja, koma geymslunni í stand og þá er kannski hægt að færa dótið af gestaklóinu og aukageymslunni og og og og... en, eins og ég hef alltaf sagt - þetta er 10 ára plan. Sófinn og skrifborðið hennar Rósu kemst allavega inn í nýmálað rýmið!

Engin ummæli: