sunnudagur, mars 26, 2006

tatatata... nýtt lógó!


Jæja, þá er loksins komin niðurstaða úr lógópælingum... takk öll fyrir að skoða og kommenta - og síðast en ekki síst fyrir að hafa skoðun. Vona samt að þið verðið ekki ósátt við valið - það valdi enginn útgáfuna hér á blogginu... En hún er reyndar lítillega breytt - kannski það geri gæfumuninn ;)

Þetta er búið að vera sæmilega hausverkjavaldandi! Beta og Grétar höfðu mest að segja um valið - voru hörð á því að þessi útgáfa væri best - og eftir smá lagfæringar varð þessi best - held ég. :)

Ástæðan fyrir valinu: ákveðið var að búa til lógó sem væri frekar conservatíft - en ekki of róttækt - þess vegna eru ekki sterkari litir eða "villtara" lógó. Stafagerðin má heldur ekki taka of mikið frá myndinni - og það er stærsta ástæðan fyrir því að þessi stafagerð er valin. Er sjálf hrifin af sérstæða g-inu en sú tillaga varð samt sem áður undir vegna þess að stafirnir mega ekki verða að sjálfstæðu lógói.

Já - og lógóhönnuðurinn - Sóley Stefáns, femínískur hönnuður! Ætli það sé ekki best að bögga hana með vefsíðu næst svo hægt sé að fá pró lúkk á hana!

2 ummæli:

katrín anna sagði...

Þetta lógó er nú ekki hannað í rosaflýti - bara fundin ný stafagerð í flýti! En ég er mjög ánægð með lógóið. Er með það útprentað á hvítu blaði og búin að horfa stíft á það síðan í gær - og ekki ennþá komin með leið!! ;)

Thorgerdur Einarsdottir sagði...

Til hamingju með nýja lógóið báðar tvær. Það er greinilega mikil pæling þarna að baki og þetta á örugglega eftir virka mjög vel. Kv. Þorgerður